Að kaupa í matinn

0
604

Versla

  • Skipulagning er gott vopn í baráttunni gegn sóun matvæla. Mataráætlanir, innkaupalistar og svo aleinfaldasta ráðið: að taka mynd af ísskápnum á snjallsímann. Þetta tryggir að þú veist hvað þú átt í ísskápnum, þegar til kastanna kemur í versluninni og kaupa á í kvöldmatinn.
  • Aldrei að kaupa í matinn á fastandi maga. Fáðu þér banana áður en þú verslar.  Ef þú er svangur/svöng þá hefur þú tilhneigingu til að kaupa meira en þörf krefur.  
  • Veldu minni stærð innkaupakörfu- og vagna. Fræðimenn telja að verslanir hafi stækkað körfur og vagna á síðustu tveimur áratugum. Stórar körfur og vagnar hafa áhrif á okkur því þær virðast tómar og maður kaupir meira í hugsunarleysi. Ef þú vilt aðeins kaupa það sem þú hefur þörf fyrir, skaltu velja minni tegundirnar.
  • Skyggnstu eftir vörum á síðasta söludegi til þess að nota í matinn samdægurs.  Margar verslanir bjóða afslátt á slíkum vörum.  
  • Magnafsláttur er sannkölluð sóunargildra og því ættir maður að hafa varann á nema maður sé viss um að maður noti allan matinn. Að öðrum kosti er verið að fleygja peningum út um gluggann.