Laugardagur, 24 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

ANTÓNIO GUTERRES, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

Guterres SG 9 200 300 official 2016

António Guterres, níundi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tók við embætti 1.janúar 2017.

Guterres var forstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) frá júní 2005 til desember 2015.

Hann var í rúma tvo áratugi í ríkisstjórn og í opinberri þjónustu í Portúgal og var forsætisráðherra landsins frá 1995 til 2002. Guterres var kosinn á prortúgalska þingið 1996 og sat þar í 17 ár.

Hann var forseti Alþjóðasambands sósíalista frá 1995 til 2005. 

Guterres er félagi í Club de Madrid, félagsskap fyrrverandi lýðræðislega kjörinna forseta og forsætisráðherra alls staðar að úr heiminum.

Guterres fæddist í Lissabon árið 1949 og lauk prófi í verkfræði frá Instituto Superior Técnico. Hann talar portúgölsku, ensku, frönsku og spænsku reiprennandi. Hann er kvæntur Catarina de Almeida Vaz Pinto, varaborgarstjóra Lissabon á sviði menningar. Hann á tvö börn, stjúpson og þrjú barnabörn.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019