Laugardagur, 24 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Forsetafrúin verndari Félags Sameinuðu þjóðanna

Eliza f. heimasidu 300x169

19.apríl 2018. Eliza Reid, forsetafrú, hefur þegið boð Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um að gerast verndari félagsins. Hlutverk verndara er að auka sýnileika verkefna félagsins og taka þátt í að efla skilning á markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Þröstur Freyr Gylfason segir það mikinn heiður „að fá forsetafrú til liðs við okkur sem verndara og hlökkum við mikið til samstarfsins.“

Heimsmarkmiðin eru 17 markmið sem taka á sameiginlegum viðfangsefnum og vanda sem að heimurinn stendur frammi fyrir svo sem markmiðum um að útrýma fátækt og hungri, tryggja menntun fyrir alla, jafnrétti, hreint vatn, sjálfbæra orku, aukinn jöfnuð og verndun jarðar.

Eliza Reid lætur heimsmarkmiðin sig varða, hún heimsótti griðastaði UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu og hefur einnig unnið sem sjálfboðaliði fyrir Rauða Krossinn. Þá tók hún þátt á málþingi um Heimsmarkmiðin og Heilsueflandi samfélag sem haldið var á alþjóða hamingjudeginum 20. mars síðastliðin.

„Íslensk stjórnvöld hafa ásett sér að vinna ötullega að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, líkt og önnur aðildarríki samtakanna. Stefnt er að því að fyrir árið 2030 verði velmegun og mannréttindi tryggð um víða veröld. Mér er það mikill heiður að verða verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og styðja þannig hið góða verk þess hér á landi," segir Eliza Reid

„Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fagnar þátttöku Elizu Reid sem verndara og mun félagið njóta góðs af kröftum hennar og áhuga á að vekja almenning til vitundar um markmið Sameinuðu þjóðanna," segir í fréttabréfi Félags Sameinuðu þjóðanna. 

Mynd: UN Women. 

 

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019