Laugardagur, 17 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hreyfingarleysi ógnar heilsu meir en ¼ jarðarbúa

jogging
5.september 2018. Um þriðjungur kvenna og fjórðungur karla í heiminum hreyfa sig svo lítið að þau stofna heilsu sinni í hættu. Þetta er á meðal niðurstaða nýrrar rannsóknar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem birt er í læknisfræðiritinu Lancet.

Í könnuninni er gengið útfrá því að nauðsynlegt sé fyrir góða heilsu að hreyfa sig af hóflegum krafti í 150 mínútur á viku eða 75 mínútur af fullum krafti.

Könnunin nær til stórs hluta heimsins en þó voru engar upplýsingar frá Íslandi. Finnar, eins og Rússar eru duglegir að hreyfa sig, en Þjóðverjar og Bretar eru á meðal þeirra lötustu. 40-50% Þjóðverjar verða hreyfingarleysi að bráð, 36% Breta og 40% Bandaríkjamanna

Ónóg líkamshreyfing er helsti orsakavaldur ósmitanlegra sjúkdóma, hefur neikvæð áhrif á andlega heilsu og lífsgæði. „Ólík öðrum helstu ógnunum við heilsuna er ónóg hreyfing ekki á undanhaldi í heiminum, því fjórðungur fullorðinna hreyfa sig minna en mælt er með fyrir heilsuna,“ segir Regina Guthold, aðalhöfundur skýrslunnar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Samkvæmt skýrslunni hefur lítil breyting orðið á hreyfingu í heiminum frá 2001 og þriðjungur kvenna og fjórðungur karla hreyfa sig ekki nóg til að tryggja góða heilsu.  Það sem meira er, þá er ónóg hreyfing meir en tvisvar sinnum algengari í hátekjuríkjum en lágtekjuríkjum, og jókst um fimm af hundraði í hátekjuríkjum á árunum 2001 til 2016.

Önnur helstu atrði sem fram koma í skýrslunni:

  • Í 55 af 168 ríkjum hreyfir þriðjungur íbúanna eða fleiri, sig ekki nógu mikið.
  • Meir en helmingur fullorðinna í Kúveit, Amerísku Samóa-eyjum, Sádi Arabíu og Írak hreyfa sig of lítið.
  • Aðeins 14% Kínverja verða hreyfingarleysi að bráð og enn færri eða 6% í Úganda og Mósambík, en það er lægsta hlutfallið, sem fram kom í rannsókninni.
  • Sjá nánar hér. 

Mynd: Skokkað á bökkum Thames. Alan Light/ https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/

Dagur hafsins 8.júní