Miðvikudagur, 21 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Læsi forsenda sjálfbærrar þróunar

 Literacy mali

8.september 2018. 750 milljónir manna í heiminum kunna ekki að lesa og 617 ungmenna kunna hvorki undirstöðuatriðið í lestri né reikningi.

Í dag er Alþjóðadagur læsisÍ dag er Alþjóðadagur læsis. Dagurinn felur í sér tækifæri fyrir ríkisstjórnir, borgaralegt samfélag og hlutaðeigandi aðila að taka stöðuna og skilgreina hvaða hindranir eru á veginum fyrir aukinni útbreiðslu læsi.

“Læsi er forsenda þess að hvert og eitt okkar sé sinnar gæfu smiður,” sagði Audrey Azoulay, forstjóri UNESCO, Mennta-, vísinda-og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.  Að læra að lesa er fyrsta skrefið til frelsis og að vinna bug á félagslegum og efnahagslegum hindrunum.

Literacy teacherLestrarkunnátta gerir fólki kleift að taka þátt í vinnumarkaðnum, minnkar fátækt, fjölgar tækifæum í lífinu og stuðlar að bættri heilsu og næringu. Af þessum sökum er læsi drifkraftur sjálfbærrar þróunar.

Almenn lestrar- og reikningskunnátta er lykilatriði í Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun númer fjögur, sem snýst um gæðamenntun. Eitt af markmiðunum era ð tryggja að öll ungmenni og stór hluti fullorðinna kunni undirstöðuatriði í lestri og reikningi fyrir 2030. 

Þótt umtalsverður árangur hafi náðst, ganga 265 milljónir barna ekki í skóla. Og það sem verra er þá er kunnátta margra barna sem ganga í skóla ófullnægjandi í lestri og reikningi vegna lélegs ástands skóla og slakri þjálfun kennara.

Myndir: Kona lærir að lesa þökk sé átaki Sameinuðu þjóðanna í Malí. UN Photo/Harandane Dicko.

Kennari kennir lestur og skrift í Malí. UN Photo/Harandane Dicko

 

 

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019