Laugardagur, 17 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ísland gagnrýnir setu Sáda, Venesúela og Filippseyja

IcelandDelegation1

10.september 2018. Ísland sat í dag sinn fyrsta fund í Mannréttindaráðinu þegar það kom saman í þrítugasta og níunda skipti. Fundað verður næstu þrjár vikur. Þetta var jafnframt fyrsti fundur Michelle Bachelet, nýskipaðs Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Bachelet, sem er fyrrverandi forseti Chile minnti á að á morgun verður þess minnst að 45 ár eru liðin frá valdaráni hersins í heimalandi hennar.

„Heimaland mitt hefur mátt þola sársauka og hrylling harðstjórnar. En ég er stolt af því að segja að okkur hefur tekist að yfirstíga sundrungina,“ sagði Bachelet. „Ég hef bæði verið pólitískur fangi og dóttir pólitísks fanga. Ég hef verið flóttamaður og læknir, og meðal annars sinnt börnum sem hafa verið pyntuð og mátt þola hvarf foreldra.“

Í ræðu sinni fjallaði hún um mannréttindamál í meir en fjörutíu ríkjum. Hún ræddi meðal annars um örlög farandfólks og flóttamanna í Evrópusambandsríkjum á borð við Ungverjaland og Austurríki, og bætt við: „Ofbeldi gegn farandfólki í Þýskalandi nýverið er skelfilegt, og það er ástæðu til að hafa áhyggjur af því að þar hefur hatursáróður gegn útlendingum verið olía á eldinn.“

HR COuncilBúist er við að ástandið í Myanmar og Jemen verið ofarlega á baugi á þriggja vikna fundalotu Mannréttindaráðsins. „Auk glæpa gegn mannkyningu og stríðslæpa, eru alvarlegar vísbendingar um þjóðarmorð, útrýmingu og brottrekstur Rohingja,“ sagði Bachelet um ástandið í Myanmar.

Hún lýsti áhyggjum af skeytingarleysi um öryggi óbreyttra borgara í Jemen. „Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af nýlegri konunglegri tilskipan í Sádi Arabíu um almenna sakaruppgjöf til handa hernum fyrir aðgerðir í Jemen.“
Hún ræddi einnig ástandið í Nikaragva og í Venesúela, en 7% íbúanna hefur flúið landið undanfarið.

Ísland sat í fyrsta skipti fund Mannréttindaráðsins í dag, eftir að hafa verið kjörið í ráðið í júlí í kjölfar afsagnar Bandaríkjanna.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir í grein í Fréttablaðinu í dag að hann hafi gagnrýnt að í mannréttindaráðinu sitja ríki sem frekar ættu að vera umfjöllunarefni ráðsins en sitja í dómarasætinu. „Sádi-Arabía, Venesúela og Filippseyjar hafa gerst sek um alvarleg mannréttindabrot – svo þrjú nærtæk dæmi séu nefnd. Við erum óhrædd við að gagnrýna þau og brýna. Um leið væntum við góðs af samstarfi við ríki í ráðinu sem deila með okkur grundvallarafstöðu til mannréttindamála.”

 Sjá ræðu Bachelets í heild hér.

 

 

Dagur hafsins 8.júní