Miðvikudagur, 24 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Noregur best í heimi - Ísland númer 6

 Norge1

14. september Noregur er efst á lista á nýjum lista Sameinuðu þjóðanna yfir mannlega þróun, en Ísland er í sjötta sæti

Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna tekur þennan lista saman með reglubundnu millibili en þar er löndum raðað ekki aðeins eftir þjóðatrekjum heldur einnig lífsgæðum á borð við heilsufari og menntun.

Á milli Noregs og Íslands koma Sviss í öðru sæti, Ástralíu í þriðja, Írland í fjórða og Þýskaland í fimmta. Noregur og Ísland voru í sömu sætum á síðasta lista og sama máli gegnir um hinar Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð (6), Danmörk (11) og Finnland (15).

Athygli vekur að Írland hefur undanfarið hækkað mikið og fluttst upp um 13 sæti á árunum 2012 til 2017. Tyrkland, Dóminíkanska lýðveldið og Botswana hafa einnig hækkað að undanförnu. Sýrland hefur hins vegar hrapað og farið niður um 27 sæti, Líbýa um 26 og Jemen um 20.

Barn sem fæðist í Noregi getur reiknað með að lifa í 82 ár og stunda skóla í 18 ár. Barn sem fæðist í Níger sem er neðst á lista 189 ríkja, getur búist við að lifa í 60 ár og sitja fimm ár á skólabekk.

Sjá nánar hér.

Mynd: Bergen, ClatieK https://creativecommons.org/licenses/by-nd/2.0/

Dagur hafsins 8.júní