Miðvikudagur, 21 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

15 tonn á 5 km: Umhugsunarvert fyrir Ísland

Hreinsun1

17.september 2018. Forætis- og umhverfisráðherra voru í fararbroddi á laugardag í hreinsunarátaki Bláa hersins og Landverndar, sem var liður í Alþjóðahreinsunardeginum 15.september.

Katrín Jakobsdóttir ,forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, ásamt starfsfólki forsætisráðuneytisins, voru á meðal þeirra sem hlýddu kalli hreinsunarátaksins og mættu til leiks við Strandakirkju á laugardagsmorgun og hreinsuðu strendur í nágrenninu.

Hreinsun2„Vorum yfir 30 manns og týndum fulla kerru,1000 kg,” sagði Tómas Knútsson, oddviti Bláa hersins á Facebooksíðu sinni.

En Blái herinn og Landvernd eru ekki aðeins að störfum á Alþjóðlegum dögum heldur flestra daga. Fyrir helgina fór Tómas með 4 hópa í 4 verkefni á svipuðum slóðum.

„Þeir hreinsuðu strandlengjuna frá Herdísarvík og aðeins austur fyrir Selvogsvita,..Samtals 15 tonn á 5 km. Þetta er til umhugsunar fyrir Ísland.”

Ísland var eitt 150 landa sem tók þátt í Alþjóðahreinsunardeginum, en frumkvæðið kemur frá Eistlandi.

Hreinsun3

Myndir: Guðmundur Ingi, Katrín Jakobsdóttir og Tómas Knútsson, afrakstur hreinsunardagsins og þátttakendur í hreinsun í síðustu viku. 

Myndir: Blái herinn.

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019