Miðvikudagur, 21 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Íslenski Þórshamarinn brotnaði þegar Krústjoff barði í borðið

Thorshammer 2

18.september 2018. Þeir sem fylgjast náið með Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafa hugsanlega tekið eftir því að forseti þingsins stýrir fundum með óvenjulegan fundarhamar að vopni. Fundarhamarinn er gjöf frá Íslandi og á sér merkilega sögu.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Íslendingar státa af elsta þingi heims og í krafti sinnar löngu þinghefðar fannst íslenskum stjórnvöldum við hæfi að sá sem stýrði „þingi alheimsins” á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, gerði það með íslenskan fundahamar að vopni.

Thors hammerFundahamarinn er eins konar veldistákn forseta Allsherjarþingins. Í gær lauk 72. Allsherjarþinginu og í dag hefst 73.þingið. Af því tilefni afhenti fráfarandi forseti þingsins Miroslav Lajčák, nýjum forseta, María Fernanda Espinosa Garcés, fundahamarinn íslenska.

Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum útskýrði sögu fundahamarsins í viðtali við UN News, aðalvefsíðu Sameinuðu þjóðanna.

354029„Árið 1952, þegar Sameinuðu þjóðirnar fluttu í höfuðstöðvar sínar við Austurána í New York, gaf Thor Thors, fastafulltrúi Íslands forseta Allsherjarþingsins fundahamar. Það þótti viðeigandi að uppnefna hamarinn eftir gefandanum „Þórshamarinn.”"

Þórshamarinn var í þjónustu forseta Allsherjarþingsins næstu átta árin.En þá gerðist eftirfarandi: „Í október 1960 komst Þórshamarinn í fréttirnar. Vegna þess að hann... brotnaði. Nánar tiltekið braut Írinn Frederick Boland hamarinn.

Þetta gerðist þegar Boland reyndi að róa Nikita Krústjoff, Sovétleiðtoga sem varð svo æstur að hann lamdi með skó sínum í borðið.”
Mikið írafár varð í fundarsalnum og þegar Boland reyndi að róa þingheim, lamdi hann svo fast í borðið að fundahamarinn brotnaði.

Mörg ríki vildu sýna samstöðu með Boland og sendu Sameinuðu þjóðunum fjölda álitlegra fundahamra. En rétt þótti að biðja Ísland um nákvæma eftirlíkingu af Þórshamrinum brotna. Eftirlíkingin dugaði samtökunum í hálfa öld.

„En sagan er ekki öll,”heldur Hjálmar sendiherra áfram. „Árið 2005 hvarf Þórshamars- eftirlíkingin. Háttsettur embættismaður sagðu okkur frá því 84579og við svöruðum þegar í stað að Ísland myndi enn hlaupa undir bagga. Að þessu sinni var verkið falið einum kunnasta tréskurðarmeistara landsins, Sigríði Kristjánsdóttur.“

Ríkisstjórnin bað Sigríði um að hafa sögu hamarsins í huga og sjá til þess að hann væri sérlega endingargóður. Hún valdi hráefnið með tilliti til þess að hann þyrfti að þola heimspólitísk átök. Hún valdi valdi perutré. Var það rétt val? Tíminn mun leiða það í ljós.

„Lítil áletruð plata fylgir hamrinum. Á hann er letrað á íslensku og latínu tilvitnun í eina af Íslendingasögunum sem segja frá atburðum allt aftur til 10.aldar,“ segir Hjálmar sendiherra. „Á þessum tíma þegar Íslendingar tóku kristni voru innbyrðis átök og sundrung í landinu. Og þá sagði einn höfðingjanna: „Með lögum skal land byggja.“ Þetta er nú letrað á hamarinn.“

177552Raunar lítur Þórshamarinn ekki sérstaklega friðsamlega út, að minnsta kosti skírskotar hann í útliti til Víkingatímans, sem einkenndist af ránum og gripdeildum. En sagan sýnir að jafnvel á heimsþingi friðarins þarf stundum að beita afli víkinganna til að róa veraldarleiðtoga.

Joseph Deiss, þáverandi forseti Allsherjarþingsins, lemur Þórshamrinum í borðið til marks um að Ban Ki-Moon hafi verið kosinn aðalframkvæmdastjóri í annað sinn árið 2012.. UN Photo/Mark Garten.

Miroslav Lajčák, forseti sjötugasta og annars Allsjherjarþingsins afhendir arftaka sínum María Fernanda Espinosa Garcés, forseta sjötugasta og þriðja þingsins Þórshamarinn í New York í gær. UN Photo/Manuel Elias

Thor Thors, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ

Nikita Krústjof, á Allsherjarþingininu, en tekið skal fram að engin mynd náðist af honum berja skónum í borðið.

Hjálmar W. Hannesson, þá varaforseti Allsjherjarþingsins ásamt Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra. Hamarinn góði á borðinu fyrir framan Hjálmar. 

Alþjóðlegur dagur mannúðar

19.ágúst 2019