Laugardagur, 17 ágúst 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Guterres: Sáttmáli um farandfólk engin ógn við fullveldi

789859

10.desember 2018. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um málefni farandfólks var samþykktur af meir en 150 ríkjum á ráðstefnu í Marrakech í Marokkó í dag.

„Þessi sáttmáli sem virðir í einu og öllu fullveldi ríkja, myndar ramma utan um bráðnauðsynlega alþjóðlega samvinnu andspænis þeim áskorunum sem fylgja fólksflutningum í heiminum í dag, “ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi í Marrakech.

Samningurinn er fyrsta samkoumlag á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um sameiginlega nálgun við alþjóðlega fólksflutninga í öll myndum. Sáttmálinn er ekki lagalega bindandi og leggur þátttökuríkjum engar nýjar lagalegar, innlendar eða alþjóðlegar, skuldbindingar á herðar.  

„Við erum ekki að samþykkja nýjan rétt til að flytjast á milli landa. Nei, fólk á ekki rétt á því að fara hvert sem því sýnist, hvenær sem því sýnist,” sagði Guterres.

Samningurinn var samþykktur samhljóða eftir 18 mánaða samningaviðræður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Í honum er skilgreind 23 markmið sem ná til allra hliða fólksflutninga. Dæmi um þau atriði sem sáttmálinn nær til eru efldar aðgerðir gegn mansali og björgun mannslífa, greiða fyrir að fólk geti snúið aftur heim á öruggan og sómasamlegan hátt, og ákvæði um mannsæmandi vinnu.

„Það sem við vorum að samþykkja í er að virða mannréttindi farandfólks, sem kann að liggja í augum uppi þegar við erum á sama tíma að fagna sjötugsafmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar. Það væri óhugsandi að útiloka farandfólk frá ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar,” sagði Guterres í Marrakech.

Sjá sáttmálann hér: https://refugeesmigrants.un.org/sites/default/files/180713_agreed_outcome_global_compact_for_migration.pdf

Og nánar um hann hér  https://refugeesmigrants.un.org/migration-compact

Dagur hafsins 8.júní