Fimmtudagur, 18 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sex látast á dag á Miðjarðarhafinu

Dangerous lives UNHCR report

30.janúar 2019. Tíðni dauðsfalla farenda og flóttamanna sem halda yfir Miðjarðarhafið til að leita griðastaðar í Evrópu er enn gríðarlega há þótt heildarfjöldi fólksins hafi minnkað.

Tvö þúsund tvö hundruð sjötíu og fimm létust á Miðjarðarhafinu árið 2018. Samkvæmt nýrri skýrslu Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í dag þýðir þetta að sex létust að meðaltali á dag á flótta eða við að leita sér að betra lífi handan Miðjarðarhafsins.

Grandi 1„Það er allsvakalegt að auðug, valdamikil og tæknilega þróuð heimsálfa láti það viðgangaast að sex deyi á dag á Miðjarðarahafinu,” sagði Filippo Grandi, forstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR) á blaðamannafundi í Brussel í dag. 

Alls komust 139,300 flóttamenn og farendur heilu höldnu til Evrópu yfir Miðjarðahafið árið 2018 og er það minnsti fjöldi í fimm ár.

„Þetta er ekkert neyðarástand, það má má vel hafa stjórn á þessu og það gerir þetta enn dapurlegra,” sagði Grandi og benti á að miklu fátækari ríki hefðu tekið á móti miklu meiri fjölda. 

„Það eru ríki í Afríku og Mið-Austurlöndum sem hafa með einvherjum hætti getað tekið á móti 139 þúsund manns, ekki á ári, heldur á mánuði.”

Í skýrslunni er rakið hvernig stefnubreyting ýmissa Evrópuríkja hefur valdið þvi að mikill fjöldi fólks hafi verið fast á hafi úti svö dögum skipti vegna þess að skip hjálparsamtaka fengu ekki að leita hafnar. Hjálparskip og áhafnir þeirra hafa sætt sívaxandi hindrinum í leitar og björgunarstarfi sínu.

Einn af hverjum fjórtán sem náði til Evrópu frá Líbýu týndi lífi og er það mikil fjölgun frá 2017. Þúsundum hefur verið snúið aftur til Líbýu þar sem fólkið hýrist í ömurlegum búðum. Að meðaltali voru 10 hjálparskip á Miðjarðarhafinu 2017 en aðeins tvö á síðasta ári.

„Sumir segja að hjálparsamtökin ýti undir vandann. Ég held að það sé röng röksemdafærsla. Það eru ekki þeim að kenna að fólk leggur á hafið,” sagði Grandi.

„Við höfum ekki val um hvort við björgum mannslífum, það er ekki háð stjórnmálafstefnum heldur forn skylda. Við getum bundið enda á þessa harmleiki með hugrekki og hugsjón að vopni. Það dugar ekki að hugsa ekki lengra en fram að næsta skipi sem kemur fullt af flóttamönnum. Það þarf að hugsa til langs tíma, byggja á samvinnu ríkja á svæðinu og láta mannslíf og reisn einstaklinga sitja í fyrirrúmi”

85% þeirra sem leggja úr höfn í Líbýu er nú snúið við. Grandi2

„Vandinn er sá að Evrópuríki hafa aðeins styrkt strandgæsluna í Líbýu af ástæðum sem öllum eru kunnar,” sagði flóttamannastjórinn. “Það er ekki slæmt út af fyrir sig. En hvaða valkost hefur þetta fólk? Ef það snýr aftur er það hneppt í varðhald í skelfilegum búðum. Þar er það berskjaldað fyrir vopnuðum sveitum, mansali og glæpum. Vandamálið hefur ekki verið leyst heldur flutt til ríkis, Líbýu, þar sem nánast útilokað er að finna lausn nema bundinn verði endi á átök og deilur sem ég sé ekki gerast á næstunni.”

Í skýrslunni er einnig greint frá breytingum á þeim leiðum sem flóttamenn og farendur velja. Í fyrsta skipti á síðustu árum koma flestir til Spánar. Fjöldi þeirra sem látast á vesturhluta Miðjarðarhafsins hefur fjórfaldat. Að sama skapi hefur þeim fækkað sem koma að landi á Ítalíu og eru fimmtungur af því sem var árið áður.

Sjá má skýrslu Flóttamannahjálparinnar hér.

Dagur hafsins 8.júní