Þriðjudagur, 23 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

ESB kortleggur Heimsmarkmiðin

EU Agenda2030 RS 1

1.febrúar 2019. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur birt viðamikla úttekt um „Sjálfbæra Evrópu 2030”. Þetta er frumkvæði sem er „hluti af viðleitni Evrrópusambandsins til að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun verði náð, þar á meðal Parísarsamkomulaginu um loftslagsbreytingar,“ sagir í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar.

„Verkefni okkar er hvorki meira né minna en að tryggja öryggi plánetu okkar í þágu allrar heimsbyggðarinnar. Evrópa á og mun verða í fararbroddi,“ sagði Frans Timmermans, fyrsti varaforseti framkvæmdastjórnarinnar

Í úttektinni er farið yfir þær áskoranir sem Evrópa stendur frammi fyrir og bent ýmsar leiðir sem í boði eru til þess að ná heimsmarkmiðunum og með hvaða hætti Evrópusambandið getur lagt sín lóð á vogarskálarnar fram til 2030.

Byggt er á grunni þess em þegar hefur verið gert og lagðar fram tillögur um hvernig ESB og heimurinn geta stuðlað að sjálfbærri framtíð með velferð íbúanna að leiðarljósi.

Bent er á þrjár færar leiðir í því skyni að glæða umræðuna um með hvaða hætti markmiðunum um sjálfbæra þróun verður best hrundið í framkvæmd innan ESB. Líklegast er að niðurstaðan verði einhver blanda af þessum þremur leiðum sem lagðar eru til.

Tillögurnar þrjá eru eftirfarandi:

Evrópusambandið taki saman heildstæða áætlun til að stýra aðgerðum ESB og aðildarríkjanna; framkvæmdastjórnin haldi áfram að taka tillit til heimsmarkmiðanna í öllum aðgerðum framkvæmdastjórnarinnar sem koma við sögu, án þess að binda hendur aðildarríkja; og loks að ESB einbeiti sér að aðgerðum utan sambandsins og láti sér nægja að festa í sessi núverandi markmið á vettvangi þess sjálfs.

„Sjálfbær þróun byrjar og endar hjá fólkinu sjálfu, hún snýst um að hagkerfi okkar og samfélög séu sjálfbær og blómleg í senn,“ segir Timmermans varaforseti. „Við gerum þetta til þess að viðhalda lífsháttum okkar og til að auka velsæld barna okkar og barnabarna svo þau búi við jafnrétti í heilbrigðu náttúrulega umhverfi og blómlegu, grænu hagkerfi í þágu allra.“

Sjá nánar hér og hér.

Dagur hafsins 8.júní