Þriðjudagur, 23 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Hægt að afstýra 30-50% krabbameina

 varldscancerdagen unric 4 februari 002

4.febrúar 2019. Nærri tíu milljónir manna deyja ár hvert í heiminum af völdum krabbameins eða sem nemur íbúafjölda landa á borð við Svíþjóðar, Portúgals eða Austurríkis.

Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök í heiminum og dregur sjötta hvern mann til daiuða. Hins vegar er hægt að afstýra 30-50% krabbameina og þriðungur er læknanlegur, ef þau eru greind nægilega snemma og meðferð er fullnægjandi. Með réttum aðgerðum er hægt að afstýra, greina snemma og beita réttri meðferð og bjarga þannig 3.7 milljónum mannslífa á ári.

 wcd frettamyndin1Dagurinn í dag, 4.febrúar er Alþjóða krabbameinsdagurinn. Hann er tækifæri fyrir alþjóðasamfélagið til að binda enda á það óréttlæti sem felst í því að fólk þjáist af krabbameini að nauðsynjalausu. 

Dagurinn markar upphafi þriggja ára herferðar sem nefnist “Ég er og ég ætla”.

Um þriðjung dauðsfalla af völdum krabbameins má rekja til fimm hegðunar- og neyslumynstra. Hátt fituhlutfall, lítil ávaxta og grænmetisneysla, hreyfingarleysi, tóbaks- og áfengisneysla. Þetta þýðir að hver og einn getur dregið verulega úr hættunni á að fá krabbbamein.

Dagur hafsins 8.júní