Mánudagur, 22 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Útvarp: enn öflugasti miðillinn

 Radio day

13.febrúar 2019. Fæstir leiða hugann að því dags daglega að útvarp getur bjargað mannslífum.

Útvarpstæknin er orðin meir en aldar gömul en nær enn til gríðarstórs hóps. Líkur hafa verið leiddar að því að 94% fullorðinna jarðarbúa hlusti á útvarp einu sinni í viku. En þegar náttúruhamfarir verða eða neyðarástand skapaast hefur útvarpið sérstöðu sem miðill til að koma upplýsingum á framfæri og bjarga þannig mannslífum.

radiogirlUNESCO, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur í dag upp á Alþjóða útvarpsdaginn og er þema dagsins “Samræða, umburðarlyndi og friður” og er áhersla lögð á vald útvarpsins til að breiða út sklilning og efla samfélög.

“Okkur ber að viðurkenna styrk útvarpsins til að vinna að framgangi samræðu, umburðarlyndis og friðar á alþjóða útvarpsdaginn,” segir António Guterres í ávarpi á alþjóðlega daginn.

Útvarp er ódýr fjölmiðill sem sameinar fólk og samfélög sama hver bakgrunnurinn er. Útvarpið er fullkominð tæki til að sporna gegn ofbeldi og útbreiðslu átaka, sérstaklega þar sem ófriðarblikur eru á lofti.

“Jafnvel á stafrænni öld nær útvarpið til fleiri en nokkur annar fjölmiðlavettvangur,” segir Guterres.

“Útrvarp er persónulegur og gagnvikru vettvangur, þar sem fólk getur látið í sér heyra.”
Þótt útvarpið hasli sér völl á stafrænan hátt, má ekki gleyma því að 3.9 milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að netinu.

Dagur hafsins 8.júní