Þriðjudagur, 23 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Dani stýrir Umhverfisstofnun SÞ

 img 8910web

21.febrúar 2019. Daninn Inger Andersen hefur verið kosin forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Allsherjarþingið kaus Andersen í embættið í gær að tilllögu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra. Hún tekur við af Norðmanninum Erik Solheim sem sagði starfi sínu lausu í kjölfar gagnrýni á mikinn ferðakostnað.

Andersen hefur verið forstjóri Alþjóðasamtaka náttúruverndarsamtaka frá því 2015. Hún hefur meir en þriggja áratuga reynslu af alþjóðlegu þróunarstarfi, sjálfbærni umhverfisins og stefnumótun.

Hún hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum hjá Alþjóðabankanum og Sameinuðu þjóðunum, nú stíðast sem varaforseti Alþjóðabankans með Mið-Austurlönd og Norður-Afríku sem sérsvið (2011-1015).

Dagur hafsins 8.júní