Þriðjudagur, 23 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ef eitt barn þarf lyf, svelta hin

Yemen WFP Reem Nada

25.febrúar 2019. Sameinuðu þjóðirnar hafa beðið aðildarríki sín um fjögura milljarða dala framlög til að standa straum af mannúðaraðstoð við stríðshrjáða íbúa Jemens.

Söfnunarráðstefna hefur verið kölluð saman í Genf á morgun og sitja Svíar og Svisslendingar sameiginlega í forsæti hennar. Samkvæmt áætlunum Sameinuðu þjóðanna eru fjórir milljarðar dala nauðsynlegir til að koma Jemenum tili hjálpar í ár og er það þriðjungi hærri upphæð en síðasta ár.

„Þessi upphæð kann að virðast há, en hún mun koma 15 milljónum Jemena að notum með því að vinna á kólerufaraldri, vernda börn gegn banvænum sjúkdómum, berjast gegn vannæringu og bæta aðstæður þeirra sem höllustum standa fæti. Þetta er ómögulegt án aukinna framlaga,” skrifar Mark Lowcock, framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum.

Í grein sem birtist í dagblöðum víða um heim undir fyrirsögninni “Von mín fyrir Jemen” segir Lowcoc söguaf átján mánaða gömlum dreng, Fawaz að nafni, sem hann hitti á sjúkrahúsi í Aden. Drengurinn var um fjögur kíló að þyngd og þjáðist af vannæringu, og gat rétt svo haldið niður mjólk sem honum var gefin í lækninagskyni.

„Án mjólkurinnar hefði Fawaz ekki náð sér. En bati hans kostaði fjölskyldu hans veruleg fjárútlát. Hver mjólkurdós kostaði andvirði nærri þrjátíu Bandaríkjadala. Fyrir fjölskyldu sem lifir á örfáum dölum á dag, eru þetta mikil útlát. Lyf fyrir eitt barn, þýðir að aðrir í fjölskyldunni fá minni mat. Og ef einni máltíð er slptt, eykst hættan á því að hin bornin verði vannæringu að bráð. Þessi saga endaði vel því Fawz lifði af. Hann fór heim af sjúkrahúsinu fyrir jól o ger að btana,” skrifar Lowcock í grein sinni.

Hann bendir á að milljónir annara Jemenbúa standi frammi fyrir sama vanda. Talið er að 85 þúsund börn hafi lotið í lægra haldi fyrir hungurvofunni frá 2015.
„Af þeim tuttugu milljónum sem þurfa matvælaaðstoð eru tíu milljónir fáum skrefum frá hungursneyð. Þar á meðal eru 240 þúsund sem hungur herja á og rétt skrimta.“
„Ég vona innilega að sameiginlegt átak í Genf muni bjarga mörgum mannslífum og blása lífi í pólitískt ferli í átt til friðsamlegrar lausnar. Börnin í Jemen og fjölskyldur þeirra eiga það inni hjá okkur,“ skrifar Lowcock.

 

Dagur hafsins 8.júní