Miðvikudagur, 24 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Ekki hægt að skella skolleyrum við efasemdum

UN HQ

24.apríl 2019. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að skella skolleyrum við röddum þeirra sem dragi gildi fjölþjóðasamvinnu í efa. 

Í ávarpi í tilefni af fyrsta Alþjóðadegi fjölþjóða samvinnu og diplómatískrar friðarviðleitni sagði Guterres:

„Það er ekki nóg að lýsa stuðningi við alþjóðlega samvinnu; við verðum að sýna fram á virðisauka hennar. Við getum heldur ekki vísað á bug efasemdaröddum. Við verðum að sýna fram á að stefna milliríkjasamskipta sé fær um að finna svör við kvíða heiimsbyggðarinnar og finna hnattvæðingu farveg sem er öllum til hagsbóta.”

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun í desember 2018 um að 24.apríl ár hvert skyldi helgaður alþjóðasamvinnu og diplómatískri friðarviðleitni. Aðalframkvæmdastjórinn sagði að þau ferli marghliða samvinnu sem komið hefði verið upp fyrir 75 árum í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar hafi bjargað mannslífum, greitt fyrir efnahagslegum- og félagslegum framförum, varið mannréttindi og síðast en ekki síst koimð í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina.

803589„En það er ekki hægt að taka slíkri samvinnu sem gefinni. Haldið er upp á þennan Alþjóðlega dag í fyrsta skipti þegar fjölþjóðleg viðleitni til að binda enda á óleyst átök á undir högg að sækja, loftslagsbreytingar aukast stjórnlaust, ójöfnuður eykst, auk annara ógnana,” sagði Guterres.

„Við horfum upp á þverrandi traust á ríkisstjórnum, pólitískum kerfum og alþjóðasamtökum og uppgangi þjóðernissinna og lýðskrumara sem djöfulgera andstæðinga og sundra fólki. Þetta er stórhættulegt á tímum þegar brýn þörf er á sameiginlegum aðgerðum til að leysa aðsteðjandi vanda.”

Aðalframkvæmdastjórinn lagði áherslu á að fjölþjóðasamvinnu sem byggi á tengslaneti og sé opin öllum, ekki aðeins sé þörf á samvinnu alþjóðlegra og svæðisbundinna samtaka, heldur þurfi að virkja samstarf við atvinnulífið, borgaralegt samfélag, þjóðþing, góðgerðasamtök, fræðasamfélag og ekki síst ungt fólk.

„Í þessu erfiða samhengi, ber okkur að minnast þess ákafa sem rak stofnendur Sameinuðu þjóðanna áfram og endurnýja tæki og tól samtakanna. Grunngildi samvinnunnar eru óhögguð, en það þarf að finna rétta farvegi sem taka tillit til síbreytilegs heims. Við þurfum öflugri skuldbindingu við reglufast skipulag með Sameinuðu þjóðirnar í öndvegi.”

 

Dagur hafsins 8.júní