Miðvikudagur, 24 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Má rekja mislingafaraldur til andúðar á bólusetningum?

WIW banner 310

25.apríl 2019. Talið era ð 169 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eins og þeim var skylt á árunum 210 til 2017 eða meir en 21 milljón barna á ári, að því er UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, skýrði frá í dag.

„Frækornum mislinga sem herja á heiminn þessa stundina var sáð fyrir mörgum árum,” segir Henrietta Fore, forstjóri UNICEF. „Mislingaveiran mun alltaf leita uppi og finna óbólusett börn. Ef við viljum í alvöru hindra útbreiðslu þessa hættulega en afstýranlega sjúkdóms verður að bólusetja hvert einasta barn í ríkum jafnt sem fátækum löndum.”

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var tilkynnt um 110 þúsund mislingatilfelli i´heiminum sem er 300% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Árið 2017 urðu mislingar 110 þúsund manns að bana, aðallgega börnum. Það var 22% aukning frá fyrra ári.

„Það hefur ætíð verið nokkur fjöldi barna á hernaðarsvæðum, útkjálkum og fátækrahverfum sem ekki hafa verið bólusett. Nú eru mislingar að herja á Evrópu, Japan og Bandaríkin og það veldur miklum vonbrigðum,“ segir Robin Nandy, sérfræðingur hjá UNICEF.

Bólusetningar virka best þegar svo margir innan tiltekins samfélags hafa verið bólusettir, og hafa myndað mótefni, að sjúkdómurinn getur ekki breiðst út. Við slíkar aðstæður minnka meira að segja líkurnar á að óbólusettir veikist.

Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þarf hlutfall bólusettra í heiminum að vera 95% til að stemma stigu við mislingafaröldrum. Hlutfallið ern ú 85% og minna en 70% þar sem ástandið er verst.

Mislingatilfelli hafa ekki verið fleiri í Evrópu í 20 ár. 12 þúsund veiktust á síðasta ár og 35 létust.

Sérfræðingar telja að ein helsta ástæða þess að dregið hefur úr bólusetningum sé einfaldlega sú að fólk stendur sjaldnast andspænis afleiðinga eins og áður var. Fáir foreldrar hafa þannig horft upp á barn lamast af völdum lömunarveiki þökk sé bólusetningum og því sofnar fólk á verðinum.

Þá hafa hafa falsfréttir og samsæriskenningar um skaðsemi bólusetninga náð að þrifast og dafna innan tiltekinna hópa sem tala einungis við sína líka, eins og tíðkast á dögum samfélagsmiðla.

Mörg Evrópuríki hafa gripið til skyldubólusetninga, en önnur óttast að slíkt geti grafið undan trausti á bólusetningum og jafnvel heilbrigðisyfirvöldum til lengri tíma litið.

Alþjóðabólusetningavikan er haldin síðustu vikuna í apríl, ár hvert, í því skyni að efla málstað bólusetninga í því skyni að vernda fólk á öllum aldri gegn sjúkdómum. Bólusetningar bjarga milljónum mannslífaá hverju ári. Almennt er viðurkennt að bólusetningar séu ein árangursríkasta og kostnaðarminnsta aðgerð heilbrigðiskerfisins í heiminum.

 

 

Dagur hafsins 8.júní