Sunnudagur, 20 október 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Guterres: Parísar-samningurinn er ekki lengur nóg

Guterres climate

26.ágúst 2019.António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag til aukinna loftslagsaðgerða því Parísarsamkomulagið hrykki ekki lengur til.

„Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við það sem lofað var í París, því loforðin sem gefin voru þar hrökkva ekki til,“ sagði Guterres að loknum leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims (G7) sem hann sótti sem gestur í Biarritz í Frakklandi.

Guterres bætti því við að „því sem heitið var í París hefur ekki einu sinni verið hrint í framkvæmd....Við þurfum meiri metnað, við þurfum öflugri skuldbindingu.“

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði fréttamönnum að hann hefði komið til Biarritz á leiðtogafund G7 í því skyni að fylkja liði fyrir loftslagsaðgerða-fund leiðtoga heims á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september.

„Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að ríki heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir 2050,“ sagði Guterres. „Til þess þarf að endurskoða Landsáætlanir um loftslagsaðgerðir sem endurnýja ber eftir 2020. Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kola-orkuver eftir 2020.“

Aðalframkvæmdastjórinn sagðist hafa sótt G7 fundinn vegna þess að hann fæli í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum af hálfu alþjóðasamfélagsins.

„Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum.”

Guterres útskýrir tilgang

loftslagsaðgerðafundarins