Föstudagur, 19 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Skrifræðisbáknið stærsta áskorunin

Lotta Tahtinen UNRIC newsletter

Desember 2018. Norðurlandabúi norræna fréttabréfs UNRIC að þessu sinni er Finninn Lotta Tähtinen

Hún starfar að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í Efnahags og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna. Þar er hún samskiptastjóri og stýrir teymi tíu manna alls staðar að úr heiminum. Tähtinen hefur búið í New York í 18 ár, en hún er upphaflega frá Tampere í Finnlandi. Þar lagði hún stund á alþjóðasamskipti, ensku og frönsku. Hún stundar íþróttir í frítíma sínum auk þess að sinna tveimur börnum 9 og 12 ára. 

Hvernig hófst ferill þinn hjá Sameinuðu þjóðunum?

Fyrsta starf mitt var aðstoðarmaður þingmanns í Finnlandi, en mig langaði til að kynnast alþjóðlegu starfi. Ég komst í starfsnám hjá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM) í Genf, og fékk svo vinnu við verkefnastjórnun þar.2001 fékk ég svo svokallað starf hjá Sameinuðu þjóðunum í svokallaðri JPO áætlun á vegum finnska utanríkisráðuneytisins. 

Þú starfar núna í Efnahags- og félagsmáladeild (DESA) aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, hvernig er venjulegur vinnudagur?

Dagarnir eru hverjir öðrum ólíkir. Ég þarf að sitja marga fundi og almennt má segja að vinnudagurinn sé langur og álagið mikið.

Áður en heimsmarkmiðin urðu að veruleika unnum við að undirbúningi og aðstoðuðum aðildarríkin við að skilgreina þau. Nú er hlutverk okkar samstarf og samskipti á þessu sviði við aðra hluta Sameinuðu þjóðanna, almannasamtök, fyrirtæki, háskóla, rannsóknarstofnanir og sveitastjórnir. Heimsmarkmiðin eru svo víðfeðm og metnaðarfull að það verður að fylkja liði alls samfélagsins því Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórrnir einar sér duga ekki til. Við skipuleggjum viðburði og má nefna Heimsmarkmiðavettvang fyrirtækja (SDG Business Forum) og þing borga og landshluta. Að auki höldum við heimsskrá yfir allan félagskap um Heimsmarkmiðin sem nú nær yfir 4000 slík fyrirbæri úr öllum geirum samfélagsins.

Hver er stærsta áskorunin á ferlinum?

Á ferlinum hef ég tekið þátt í að skipuleggja stóra fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna og það er alltaf mikil ásksorun. Sennilega er sú stærst að skipuleggja ráðstefnu um málefni Þróunarríkja á smáeyjum í Samoa árið 2014.

Allmennt séð er mesta áskorunin hjá Sameinuðu þjóðunum að rata um skrifræðisbáknið.

Stórir fundir verðar haldnir á næsta ári þar sem mat verður lagt á frammistöðu einstakra ríkja. Hvernig gengur Norðurlöndum?

Sameinuðu þjóðirnar hvetja einstök ríki til að birta úttektir á stöðu Heimsmarkmiðanna. Finnland var fyrsta landið til að skila skýrslu árið 2016. Finnland hefur gripið til ýmissa aðgerða til að ná markmiðunum. Forsætisráðherra Finna er í forsvari sérstakrar nefndar um Heimsmarkmiðin.   

Norðurlönd hafa verið í fararbroddi að hrinda Heimsmarkmiðunum í framkvæmd heima fyrir og verið mjög virk á alþjóðavettvangi. Noregur skilaði fyrstu skýrslu sinni 2016, Svíþjóð og Danmörk 2017 og von er á íslenskri skýrslu 2019. Almennir borgarar eru vel upplýstir á Norðurlöndum um Heimsmarkmiðin og hafa áhuga á þessu málefni og finnst þeir bera ábyrgð á því að markmiðin náist.

 Hvaða ráð gefur þú þeim sem hafa áhuga á að hasla sér völl hjá Sameinuðu þjóðunum?

JPO áætlunin (Junior Professional Officers) er góð leið til að byrja á. Annars er best að vera með opinn hug og nota nýja möguleika, jafnvel þótt þeir séu ekki nákvæmlega það sem maður kysi helst. Dyr geta opnast og nýjir möguleikar gefist . Maður verður að vera sveigjanlegur og búa yfir tungumálakunnáttu sérstaklega í ensku, frönsku og spænsku.

  

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed