Þriðjudagur, 23 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Sterkur strengur á milli mildi og mannréttinda

JónAtliBenediktsson

Desember 2018. Sjötugsafmæli Mannréttindayfirlýsingar var minnst með margvíslegum hætti 10.desember í Reykjavík og á Akureyri. Fjörugar umræður og ólík sjónarmið sem fram komu benda til að afmælisbarnið beri aldurinn vel.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði málþing við Háskólann á Akureyri og lagði meðal annars út af tenglsum á milli mildi og mannréttinda.

Málþing„Aukin mannréttindi, aukin mildi, þarna á milli er sterkur strengur. Og helst finna þau örugglega fyrir umbótum sem áður voru undirokuð og kúguð, réttlaus og snauð. Efnaleysi einkenndi líf fjöldans um aldir. Hungur og kuldi svarf að, lífið þrungið eilífu striti og amstri. Mýmörg dæmi mætti nefna og ekki er það tilviljun að fyrstu þrjú heimsmarkmiðanna 17 um sjálfbæra þróun, sem Sameinuðu þjóðirnar vilja ná, lúta að því að eyða fátækt, seðja hungur og auka vellíðan. Um það snúast sjálfsögð mannréttindi.” 

UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu efndi svo til kvikmyndasýningar með umræðum á eftir í Bíó Paradís. Beint var sjónum að tjáningarfrelsi og takmörkunum þess með sýningu á myndinni Hreinsunardeildin (The Cleaners). Myndin fjallar um hvernig internetið er hreinsað af “óæskilegu” efni, en á sama viðgengst hatursáróður. Sem dæmi má nefna að Facebook er óvíða vinsælli en í Myanmar en þar hefur hún verið vettvangur kerfisbundinna ofsókna á hendur Rohingja en hundruð þúsunda þeirra hafa orðið að flýja land.

Umræður voru að lokinni sýningunni með þátttöku áhorfenda og þeirra Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur, lögfræðings hjá Fjölmiðlanefnd og Smára McCarthy, alþingismanns.  Smásaga

Fyrr um daginn voru afhent verðlaun í smásagnasamkeppni um mannréttindi sem UNRIC, ásamt sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, Rithöfundasambandi Íslands og Háskóla Íslands stóðu að. Rúnar Freyr Reynisson varð hlutskarpastur en vinningssaga hans ber heitið Héðan í frá. 

Sigríður A. Andersen, dómsmálaráðherra sagði í opnunarræðu málþings sem haldið var í Háskóla Íslands að samþykkt Mannréttindayfirlýsingarinnar hefði markað mikilvæg tímamót. „Í fyrsta sinn var algildi mannréttinda viðurkennt á alþjóðlegum vettvangi. Yfirlýsingin markaði án efa upphaf nýrra tíma. Frá samþykkt hennar hefur hún verið leiðarljós við þróun löggjafar út um allan heim  og grunnur fjölmargra alþjóðlegra mannréttindasamninga.”

panellÁ málþingi í Háskóla Íslands sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna væri með merkustu plöggum heimssögunnar á málþingi í Háskóla Íslands til að minnast 70 ára afmælis hennar.

Katrín sagði að efast mætti um hvort yfirlýsingin í óbreyttri mynd yrði samþykkt eins og ástand heimsmála væri í dag. Benti hún á að blikur væru á lofti og mörg þýðingarmestu atriði hennar ættu undir högg að sækja í ríkjum þar sem „valdboðsstjórnir” hefðu náð völdum. Nefndi hún sem dæmi að í Ungverjalandi gæti kennsla í kynjafræði heyrt sögunni til.

Pallborðsumræður voru á málþinginu undir stjórn Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans með þátttöku Þórlinds Kjartanssonar, dálkahöfunds, Margrétar Steinarsdóttur, hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Hönnu Katrínar Friðriksson, alþingismanns, Silju Báru Ómarsdóttur, lektors og Bjargar Thorarensen, prófessors sem jafnframt flutti erindi.  Þá fjölluðu fulltrúar ungu kynslóðarinnar um mikilvægi mannréttinda fyrir komandi kynslóðir

Að málþinginu stóðu íslensks stjórnvöld, Háskóli Íslands og frjáls félagasamtök.

Myndir: Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed