Fimmtudagur, 18 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Kisu-vídeó valda loftslagsbreytingum

 Halloween

Vissir þú að með því að lesa þessa grein á netinu þá losar þú koltvísýring út í andrúmsloftið og stuðlar þannig að loftslagsbreytingum? Netnotkun er reyndar jafn skaðleg loftslaginu og öll flugumferð I heiminum.

Danska blaðið Politiken fór nýlega í saumana á þessu gleymda loftslagsvandamáli.

10% af rafmagni í heiminum fer í að knýja allt sem tengist netinu og notkun þess. Heildar koltvísýringslosunin nemur 2% af losun í heiminum sem rekja má til virkni mannsins. Búist er við að netið fari fram úr flugumferð hvað þetta varðar innan skamms enda eykst notkunin um 25% árlega.

Áhorf á efnisveitur á borð við Netflix, HBO, Amazon Prime og Spotify og líka hina innlendu kallar á mikla orkunotkun. Því meira gagnamagn því meiri orkunotkun.

Internet MAIN Photo Flickr Howtostartablogonline.net 2.0 Generic CC BY 2.0„Ef þú horfir í tvo tíma á Netflix á dag alla daga ársins, þá veldur það álíka losun koltvísýrings og 384 kílómetra flugi, neyslu 6 kílóa af nautakjöti eða rétt innan við 1000 kílómetra akstur í einkabíl,“  segir Torsten Hasforth, aðalhagfræðingur Dansk Energi í viðtali við Politiken.

Áhorf  á Netflixseríu kostar álíka mikla orku og að sjóða 8 lítra af vatni í rafmagnskatli og veldur 163 gramma koltvísýrings notkun samkvæmt dönskum útreikningum. 

Öll notnotkun er orkufrek meira að segja að senda tölvupóst, hlaða upp á Facebook, horfa á uppáhalds myndaflokkinn á Netflix eða spila Fortnite tölvuleik, svo dæmi séu tekin. Eða að lesa þessa eða aðra greina á netinu, að ekki sé minnst á ef „þungar” auglýsingar eru á síðunni.

 „Almenningur er orðinn meðvitaður um að ef maður vill vera umhverfis- og loftslagsvænn, ber að ferðast í hófi með flugi, fá sér rafbíl í stað bensínbílsins, og hafa kjötlausa daga til að minnka losun koltvísýring.  En fæstir gera sér grein fyrir því að við að sækja hluti á netinu, ræsir maður gagnaver sem nota orku og losa þar með koltvísýring. Það þarf að vekja fólk til vitundar um þetta,” segir Leif Katsuo Oxenløwe prófessor við DTU, sem stundar rannsóknir á orkunotkun netsins.

Ein leit á google krefst á líka orkunotkunar og 60 watta ljósapera í 17 sekúndur og veldur 0.2 gramma koltvísýringslosun. Og með einfaldri leit á google (!) má finna dæmi um hversu orkufrek ýmiss konar notkun netsins er, til dæmis að hlaða upp myndbandi á netsíðu.

Dæmin sem notuð eru í greininni eru dönsk og verða að skoðast í dönsku samhengi en 75% allrar orku sem notuð er í Danmörku á rætur að rekja til endurnýjanlegra orkugjafa.

Hins vegar er netið alþjóðlegt og gagnaverin sem notuð eru geta verið hvar sem er í heiminum og eru þess vegna knúin með rafmagni sem unnið er úr kolum eða olíu.

Internet emissions Photo Worldbank Lundrim Aliu„Orkan sem notuð eru við að streyma á heimilinu er bara toppurinn á ísjakanum,“ segir Leif Katsuo Oxenløwe. „Þegar þú ýtir á „play“ takkann á snjallsímanum, i-padinum, tölvunni eða snjallsjónvarpinu, þá er ræst gagnaver einhvers staðar í heiminum sem tínir til myndina sem þu vilt horfa á og sendir hana til Danmerkur á ofurhraða, 200,000 kílómetra á sekúndu. Þetta krefst orku.“

Sama er upp á teningnum þegar þú myndar kettlinginn sem leikur sér við hnykil eða barn að hoppa á trampólíni. Þegar þú hleður 60 sekúndna löngu myndbandi upp á Facebook og dreifir til, segjum 333 vina þá kostar það orku. Orkunotkunin er 75 grömm af koltvísýringi eða jafnvildi fjögurra tíma vatnssuðu í rafmagnskatli. 

Peter Münster, samskiptastjóri Facebook á Norðurlöndum svaraði dæmunum ekki beint en benti á að á heimasíðu fyrirtækisins væri losun þess gefin upp, 979 þúsund tonn af CO2, en ef þessu væri jafnað á 2.1 milljarð notanda væri það jafnvirði  300 gramma á ári eða eins meðalstórs kaffilatte. 

En skoðum annað dæmi. Ef fjórir spila Fortnite tölvuleikinn í tvo tíma kostar það 140 watt-tundir, jafngildi 24 gramma af CO2 eða suðu 1.2 lítra af vatni í rafmagnskatli.

If fjórmenningarni spila tíu tíma á viku í ár væru tölurnar 440 kWh, 4,000 lítra af vatni og 80 kíló af kóltvísýringi. En það leika 125 milljónir manna Fortnite um allan heim og ef við reiknum þetta á heimsvísu næmi orkunotkunin og þar með losunin 2.5 miljónum tonna af koltvísýringi. Og sú orka kemur ekki nema að litlum hluta frá hinum umhverfis og loftslagsvænu dönsku vindmyllum og straumhörðum íslenskum ám og fossum.

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed