Mánudagur, 22 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Spurt og svarað um samninginn um málefni farenda

globla compact 

Nokkrar umræður hafa orðið um samning aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um málefni farandfólks eða farenda, án þess að mikið hafi farið fyrir því að efnisatriði hans hafi verið krufin til mergjar. Viðræður um gerð samningsins hafa staðið yfir í eitt og hálft ár en kveikjan að gerð hans var sú staðreynd að þúsundir manna hafa látist við að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. Sumir eru flóttamenn sem njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmd alþjóðasamningum en aðrir eru í leit að betra lífi. Um slíka fólksflutninga hafa ekki verið margir alþjóðasamaningar og þessi samningur var tilraun til að gera bragarbót.

 Alheims-samkomulagið um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga, eins og samningurinn heitir (The Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration (GCM)) var samþykkt formlega af 160 ríkjum á ráðstefnu í Marrakech í Marokkó 10.desember á sama degi og fagnað var sjötugsafmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Global Compact marrakech UN Photo Abdelouahed Tajani

 Samningurinn hafið áður verið samþykktur einróma af 191 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna í júlí síðastliðnum. Einungis Bandaríkin stóðu ekki að samþykktinni. Síðan þá hafa nokkur ríki, sem samþykktu samninginn, heltst úr lestinni. Þó samningurinn hafi formlega verið samþykktur í Marrakech verður hann ekki undirritaður fyrr en á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 

En hverjar eru staðreyndir málsins? Hvað felst í samningnum og hvert er markmið hans?  

 •  Þetta er í fyrsta skipti sem komist er að samkomulagi  í milliríkjasamningum um sameiginlega nálgun á alþjóðlegum fólksflutningum í öllum sínum birtingarformum.  Hann þjónar sem vettvangur samvinnu um fólksflutninga.
 • Í samningnum eru skilgreind tuttugu og þrjú markmið sem taka til allra þátta fólksflutninga. Í hverju markmiði er lýst sameiginlegu stefnumiði og síðan eru talin upp mögulegar aðgerðir sem byggjast á raunverulegum vel heppnuðum dæmum í heiminum. Ríki geta valið úr þessum atriðum og hrint þeim í framkvæmd í innlendri stefnumörkun.

   Nefna má sem dæmi að hvatt er til þess að skorin verði upp herör gegn mansali og að fólki sé smyglað yfir landamæri og áhersla lögð á að bjarga mannslífum. Þá er lögð áhersla á að bæta tölfræði sem liggur til Refugees Lesbosgrundvallar stefnumörkun. Hvatt er til að vinnuumhverfi farenda verði bætt og að mögulegt framlag farenda til þróunar verði nýtt og greitt fyrir að ríki geti nýtt sérþekkingu og hæfni sem skortur er á innanlands en til er annars staðar. Þá verður efld samvinna ríkja til að fólk geti snúið aftur til heim til síns á öruggan hátt og með fullri reisn.migrant1

Er hann lagalega bindandi?

 • Samningurinn er ekki lagalega bindandi. Þess vegna felast hvorki í honum alþjóðlegar né innlendar lagalegar skyldur fyrir þátttökuríkin. Textinn er samþykkt niðurstaða í samningaviðræðum milli ríkja og það er hverju ríki í sjálfsvald sett hvaða skref verða tekin næst.
 •  „Þessi sáttmáli sem virðir í einu og öllu fullveldi ríkja, myndar ramma utan um bráðnauðsynlega alþjóðlega samvinnu andspænis þeim áskorunum sem fylgja fólksflutningum í heiminum í dag, “ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi í Marrakech 10.desember.

migrant2

 Hvetur þessi alþjóðasamningur til fjölgunar innflytjenda?

 •  Markmið hans er hvorki að stöðva né auka fólksflutninga heldur til þess að auðvelda stýringu slíkra hreyfinga.
 •   „Við erum ekki að samþykkja nýjan rétt til að flytjast á milli landa. Nei, fólk á ekki rétt á því að fara hvert sem því sýnist, hvenær sem því sýnist,” sagði Antnónio Guterres, á blaðamannafundi í Marrakech 10.desember.

 Hvernig tekur samningurinn á mannúðarhlið þessa máls?

 • Fólk ferðast hlið við hlið án tillit til þess hvaða lagalega stöðu það hefur samkvæmt alþjóðalögum, það er að segja flóttamenn og farendur eru í sama bát. Fólkið fer sömu leiðir, nýtir sér þjónustu sömu  smyglara, oft og tíðum hættulega farkosti og standa andspænis sömu áhættu hvort sem fólk flýr undan ofsóknum og stríði eða er í leit að betri framtíð.

  Í samkomulaginu er reynt að takast á við þetta, án þess að búa til nýja lagalega skilgreiningu á fólki á faraldsfæti. Þetta er ekki auðhlaupið og krefst til skamms tíma litið samhæfðra aðgerða sem miða að því að bjarga mannslífum. Því næst ber að greina á milli lagalegrar stöðu fólksins. Leitast verður við að deila byrðum sem skapast af skilvirkri umsjón með fólki og langtíma lausnum á málum þeira sem geta ekki, hver svo sem ástæðan er, snúið aftur heim.

Hvað með mannréttindi farenda?Marrakech Guterres

 • Í samningnum er ítrekað að allir njóta mannréttinda, burtséð frá lagalegri stöðu. Lögð er áhersla á þetta og sjónum sérstaklega beint að þeim sem standa höllustum fæti, þar á meðal börnum.
  Enn eru mörg börn í hópi farenda víða hneppt í varðhald þrátt fyrir alvarleg og langvarandi áhrif slíkra aðgerða á heilsu þeirra og þroska.Marrakech

Hverju mun samþykkt samningsins breyta í heiminum? 

 •  Samþykktin markar vatnsakil, en árangurinn veltur á framkvæmd hennar. Ef henni er fylgt eftir, munu sjónarmið réttarríkisins verða ofan á og hún mun stuðla að því að bæta öryggi, þroun og mannréttindi í öllum ríkjum
 • Sum markmiðanna verða ekki uppfyllt á skjótan hátt. Þar skal sérstaklega nefna það markmið að fólk finni sig ekki knúið til að yfirgefa heimahaga sína.
 • Hægt er að ná sumum markmiðanna án tafar. Til dæmis kemur fátt í veg fyrir að hægt sé að draga úr kostnaði við fjársendingar farenda til heimalanda sinna.
 • Það fer eftir því hvað aðildarríkin eru snögg að grípa til aðgerða. Samningurinn miðar að því, fyrst og fremst, að búa til ramma fyrir framtíðarnota.

Er Ísland aðili að samningnum?

 • Já, Ísland tók þátt í viðræðunum, samþykkti samninginn í júlí síðastliðnum og ítrekaði þá samþykkt á fundinum í Marrakech. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu ávarpaði fundinn og sagði meðal annars:
 • „Ísland fagnar sérstaklega áherslunni á mannréttindi…og tekur sérstaklega tillit til jafnréttis kynja og málefna barna. Við kunnum einnig að meta áhersluna á baráttuna gegn mansali. Þá fagnar Ísland skýrum tengslum við Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun…Við tökum með ánægjum höndum saman við önnur ríki í að samþykkja samninginn.”

 Sjá ræðuna í heild hér.

Myndir: Jeanne Menjoulet Migrants - #BACKTOTHESTREET
https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/

Samskiptamiðlar

facebook32x32 Dblue  twitter32x32 Dblue  YouTube32x32 Dblue
vimeo32x32 Dblue  Issuu dark blue 32  RSS Feed