Fimmtudagur, 18 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Saman í þágu farand- og flóttafólks

Together Logo ICELANDIC

 

31.október 2017. Tónliistarhátiðin Iceland Airwaves hefur tekið höndum saman við Sameinuðu þjóðirnar til stuðnings flóttafólki og gegn útlendingahagtri, en hvað er þessi herferð?

SAMAN er herferð á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur það að markmiði að auka öryggi og efla virðingu flóttamanna og farandfólks. Henni var hleypt af stokkunum á leitðogafundi allra 193 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna  í september 2016 til þess að stemma stigu við útlendingahatri og mismunun.

IA logo variations 2017 1„Saman getum getum við risið upp gegn fordómum og í þágu mannréttinda. Saman getum við brúað bil. Saman getum við breytt ótta í von,” segir António Guterres, aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

 SAMAN er fylking aðildarríkja, einkageirans, fulltrúa borgaralegs samfélags og einstaklinga sem eru staðráðnir í því að breyta neikvæðri umræðu um fólksflutninga og efla samheldni gistiríkja og flótta- og farandfólks.

Þetta gerum við með því að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í þágu þessara markmiða og með því að taka höndum saman á vettvangi átaksins.

Jafnt einstaklingar, almannasamtök, ríkisstofnanir sem einkafyrirtæki geta tekið eftirfarandi skref:

  • Fyrsta skref: Tekið þátt í alþjóðlegri samræðu á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkið #Saman eða #JoinTogether
  • Annað skref:Með því að deila sögum ykkar af samstöðu og jákvæðri þátttöku flóttamanna og farandfólks í samfélaginu með því að koma þeim á framfæri við okkur á vefsíður okkar á íslensku eða ensku í tölvupósti Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða https://medium.com/join-together  
  • Þriðja skref:Styðjð samstarfsaðila okkar um allan heim og takið þátt í starfi þeirra, til dæmis I am a migrant á vegum Fólksflutningastofnunarinnar  http://iamamigrant.org/ Plural+ á vegum Bandalags siðmenninga https://pluralplus.unaoc.org/ og #With Refugees átak Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna http://www.unhcr.org/refugeeday/us/
  • Fjórða skref:  Kynnið ykkur þá atburði á okkar vegum um allan heim á heims-aðgerðakortinu okkar og látið skrá ykkur til þátttöku í aðgerðum http://together.un.org/global-events
  • Fimmta skref: Skipuleggið ykkar eigin atburði eða aðgerðir undir nafni SAMAN eða TOGETHER og berjist fyrir því að flóttamenn og farandfólk sé boðið velkomið í samfélagið. Hér má finna ýmislegt gagnlegt. http://together.un.org/resources-
  • Sjötta skref: Gerist áskrifendur að frétabréfi átaksins. http://together.un.org/subscribe

Together Logo ICELANDIC