Þriðjudagur, 23 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Fyrsti leiðtogafundur um flóttamenn og farandfólk

summit image slider graphic 0

Herferðinni Saman var hleypt af stokkunum á fyrsta alheimsleiðtogafundi sögunnar um málefni flóttamanna og farandfólk 19.september 2016.  

Markmið fundarins var að fylkja þjóðum heims um mannúðleg og samhæfð viðbrögð við umfangsmiklum fólksflutningum.Summit refugees
Þessi fyrsti fundur yfirmanna ríkja og ríkisstjórna um þessi málefni samþykki vegvísi um hvernig bregðast skuli við umtalsverðum hreyfingum flóttamanna og farandfólks.

Markmið vegvísisins er að efla alþjóðleg viðbrögð og stýringu alþjóðlegra fólksflutninga með því að koma á fót ábyrgara og fyrirsjáanlegra kerfi til þess að bregðast við umfangsmiklu fólksflutningum, flóttamanna og farandfólks.Viðræður hafa staðið yfir frá því á fundinum um tvo alþjóðlega samninga um regluverk í tengslum við mótttöku flóttamanna og farandfólks. 

Evrópuríki hafa glímt við komu rúmlega einnar milljónar flóttamanna á undanförnum árum. Fjölmiðlar hafa beint sjónum að ferðum fólksins yfir Miðjarðarhafið, en þó má ekki gleyma því að langstærstur hluti fólks sem flosnað hefur upp, hefur leitað á náðir lág-til miilitekjuríkja nær átakasvæðum.

Fastafulltrúar Jórdaníu og Írlands, Dina Kawar og David Donoghue, tóku að sér að greiða fyrir samkomulagi um lokayfirlýsingu og náðist samstaða í byrjun ágúst um svokallaða New York yfirlýsingu. Á meðal helstu skuldbindinga sem hin 193 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna tókust á herðar eru:

 • Að verja mannréttindi allra flóttamanna og farandfólk án tillits til stöðu þeirra.Summit refugees3
 • Að tryggja að öll börn í hópi flóttamanna og farandfólks njóti kennslu innan fárra mánaða frá komu.
 • Að styðja við bakið á þeim ríkjum sem bjarga og taka við miklum fjölda flóttamanna og farandfólks.
 • Að vinna að því að binda enda á að börn séu hneppt í varðhald vegna innflytjenda-stöðu sinnar.
 • Að fordæma útlendingahatur og efna til herferðar gegn slíkum hugmyndum.
 • Að kanna möguleika á reglubundnari og skipulagðari flutningum farandfólks og auka með því öryggi fólksins og efla reisn. 
 • Að auki er stefnt að því að samþykktur verði alþjólegur rammasamningur um stýringu fólksflutninga fyrir 2018. Jafnframt verði komið upp kerfi til þess að jafna skiptingu ábyrgðar á hýsingu flóttamanna í heiminum fyrir 2018.

Þótt oft sé talað í sömu andrá um málefni flóttamanna og farandfólks, er grundvallarmunur á stöðu hvors hóps fyrir sig.

 • Flóttamenn (refugees) teljast þeir sem hafa flúið heimaland sitt af ótta við við ofsóknir, átök, ofbeldi eða aðrar kringumstæður sem hafa truflað umtalsvert almenna reglu.
 • Farandfólk (migrants) er aftur á móti fólk sem hefur yfirgefið heimaland sitt, án tillits til orsaka eða lagalegrar stöðu slíkra vistaskipta. 
  • Myndir: 1.) 70.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna UN Photo. 2.)Mogens Lykketoft, forseti 70.Allsherjarþingsins UN Photo 3.,4 og 5) Flóttamenn á Lesbos, júní 2016. UN Photo/Rick Bajornas. 

Together Logo ICELANDIC