Föstudagur, 19 júlí 2019
UNRIC logo - Íslenska

Sameinuðu þjóðirnar
á þínu máli

Algengar spurningar

UNbuilding_daylight.gifHér getur þú fengið ráð og leiðbeiningar m.a. um hvert þú getur snúið þér til að fá nánari upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar. Gagnleg heimilisföng, símanúmer og vefsíður eru hér einnig að finna og að lokum eru nokkrar spurningar þar sem þú getur kannað vitnesku þína um Sameinuðu þjóðirnar.

 

 

 

Hvernig get ég sem einstaklingur stutt SÞ?
Get ég orðið félagi?

Nei, einungis sjálfstæð ríki sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar geta orðið aðilar að SÞ. En einstaklingar geta gengið til liðs við eða stutt Félag Sameinuðu þjóðanna en slík félög hafa starfað víða um heim, þar á meðal á Íslandi nánast frá stofnun samtakanna. Þá er hægt að styðja SÞ með vinnu hjá frjálsum félagasamtökum (NGO). 

NGO eru frjáls félagasamtök, mörg eru ráðgjafar á vegum SÞ og fá að sitja ýmsa fundi og ráðstefnur sem SÞ halda. Þar að auki vinna þau með deildum SÞ sem sjá um að miðla opinberum upplýsingum og útvega mikilvæg sambönd manna á milli um allan heim.

Lestu meira um samstarfsfélaga SÞ á ensku: www.un.org/partners/civil_society/home.htm

Ég vil stunda framhaldsnám við erlendan háskóla.
Geta SÞ aðstoðað mig fjárhagslega?

Því miður, SÞ bjóða nemendum við framhaldsnám ekki fjárhagslegan stuðning. SÞ eru stofnun fullvalda ríkja. Einungis áætlanir sem eru opinberlega viðurkenndar af aðildarríkjunum eru studdar fjárhagslega. SÞ útvega ekki fjármagn til utanaðkomandi stofnanna eða einstaklinga.

Margir framhaldsskólar og háskólar um heim allan, bjóða styrki til framhaldsnáms. Hægt er að fletta upp í handbók sem gefin er út af UNESCO. Bókin er á ensku, frönsku og spænsku þar má finna þær menntastofnanir sem slíka syrki bjóða:

STUDY ABROAD
Útgefið af UNESCO
ISBN 92-3-003148-8

Í Þessari alþjóðahandbók fyrir fag- og háskólanám eru upplýsingar um námsstyrki og annan fjárhagslegan stuðning, háskólagráður, framhaldsnám og ýmsa aðra möguleika. Einnig eru upplýsingar um sérmenntun innan SÞ og annarra óháðra stofnanna sem og upplýsingar um starfsmöguleika fyrir nemendur. Í bókinni má finna dagsetningar yfir umsóknarfresti fyrir u.þ.b. 3000 fög í 120 mismunandi löndum.

Hægt er að panta bókina á internetinu í gegnum heimasíðu UNESCO: www.unesco.org.


Bjóða SÞ nemendum í starfsþjálfun?


Sameinuðu þjóðirnar bjóða nemendum sem eru á lokastigi náms í starfsþjálfun, bæði hjá SÞ svo og stofnunum tengdum SÞ. Starfstíminn er yfirleitt 2 til 6 mánuðir. Nemendur sem hafa áhuga á að koma í starfsþjálfun geta skrifað til:

Coordinator, Internship Programme
Room S – 2580 G;
United Nations, New York,
NY 10017
USA

Nánari upplýsingar á ensku: https://jobs.un.org/elearn/production/home.html  eða www.un.dk/english/Opportunities/opportunities.htm

 Hvar fæ ég upplýsingar um afstöðu aðildarríkis SÞ varðandi ákveðna spurningu?

 

Skrifstofur SÞ veita ekki upplýsingar um pólitíska-, félagslega- eða efnahagsstjórn einstakra landa. Né tjá þær sig um afstöðu sérstakra landa til ákveðinna málefna. Það sama gildir um starfsfólk og rannsóknar/vísindamenn SÞ. Sameinuðu þjóðirnar tjá sig heldur ekki um viðkvæmar spurningar viðkomandi það land sem SÞ starfa í eða eru í samstarfi við.

Fyrir nánari upplýsingar á ensku: http://www.un.org/members

eða http://www.un.org/Pubs/CyberSchoolBus

Hvað er Dagur Sameinuðu þjóðanna?

unflag.gifÍ stuttu máli sagt þá er hann afmælisdagur SÞ. Þann 24. október 1945 litu Sameinuðu þjóðirnar dagsins ljós eftir að meirihluti upprunalegra aðildarríkja staðfestu formlega þátttöku sína með því að samþykkja Sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna er haldið upp á Dag Sameinuðu þjóðanna um allan heim þann 24. október.

 

Hvert sný ég mér til að fá nánari upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar?

Sameinuðu þjóðirnar eru meðal stærstu upplýsingamiðlum heims. SÞ gefa út mikilvægar rannsóknar- og tölfræðiskýrslur, efnahagsrannsóknir og skýrslur um félagsleg og pólitísk efni. Efnið sem er allt frá tölfræði til vopnaeftirlits, frá efnahagi til umhverfis, frá rannsóknum til alþjóðatengsla - er allt unnið af SÞ, aðalstofnunum og áætlunum. Einnig gefa SÞ út myndir, myndbönd og útvarpsefni.

Nánari upplýsingar um starfsemi SÞ:

United Nations Regional Information Centre (UNRIC)     
Rue de la Loi/Wetstraat 155, Block C2, 7th floor
1040 Brussels
Belgium
Tel: +32 (0)2 788 8484
E – post: : Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Eru upplýsingar um SÞ aðgengilegar á internetinu

Já. Sameinuðu þjóðirnar hafa sína eigin heimasíðu á internetinu. Heimasíðan hefur fimm aðalmálefni:

Notandi fær þar skjótan aðgang að nánari upplýsingum að ofantöldum efnissviðum. Jafnframt er þar að finna aðgang að sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna, fréttum, skjölum og nýsigagnaþjónustu. Þar að auki eru frekari tengingar inná heimasíður SÞ um allan heim þar sem hægt er að setja sig í samband við skrifstofur SÞ og stofnanir á hinum ýmsu stöðum t.d. Genf, París, Vín og Tókýó.

Heimasíða SÞ fyrir Ísland: www.unric.org/is eða á ensku: www.un.org

Er eitthvað á heimasíðu SÞ sem er sérstaklega hannað fyrir unglinga?

Já, skólaþjónninn sem kallast The United Nations CyberSchoolBus og er "on–line" eða beintengdur, með nýjum hugmyndum, alheimsupplýsingum og ýmsum gagnlegum þáttum fyrir skólastofuna. Beintengdur gagnagrunnur býr yfir upplýsingastöðvum um þau 192 aðildarríki SÞ. Þar er einnig að finna myndir frá öllum heiminum í framtíðar- og alheimsgalleríi.

cyberschool.gif 
Nánari upplýsingar um CyberSchoolBus: http://www.un.org/Pubs/CyberSchoolBus/
Á vefsíðunni er einnig umræðutorg fyrir þátttakendur í Model UN áætluninni (MUNDA). Þar eiga unglingar möguleika á að þróa hugmyndir sínar og deila með sér upplýsingum -um allan heim, á internetinu.

Nánari upplýsingar um MUNDA: http://www.un.org/cyberschoolbus/modelun/index.asp

Hafa SÞ sinn eigin þjóðsöng?

casals.jpgSameinuðu þjóðirnar hafa ekki opinberan þjóðsöng eða lofsöng. Allsherjarþingið hefur viðurkennt að þörf væri fyrir opinberan söng og hefur áskilið sér rétt til að velja og taka upp slíkan söng. Hingað til hefur engin ákvörðun verið tekin.

Árið 1970 samdi hljómsveitarstjórinn Pablo Casals frá Spáni tónlist við lofsöng sem enski rithöfundurinn W. H. Auden samdi til heiðurs Sameinuðu þjóðunum. Þessi lofsöngur var fluttur á Degi Sameinuðu þjóðanna árið 1971 í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna.

Spánverjinn Pablo Casals, stjórnar laginu

Lofsöngur hinna Sameinuðu þjóða" í höfuðstöðvum SÞ þann 24. október 1971

Hvað táknar fáninn?

unflag.jpgHér sést fáni SÞ. Hann er blár í grunninn með hvítu tákni í miðjunni. Táknið sýnir alheimskort umvafið greinum af ólífutrjám sem er tákn heimsfriðar. Við gerð fána SÞ skal táknið vera áttundi hluti fánans og staðsett nákvæmlega í miðju hans.

 

Dagur hafsins 8.júní