Alþjóðadómstóllinn: Hernám Ísraels í Palestínu ólöglegt

Jerúsalem. Klettamoskan fyrir miðri mynd. Mynd: Berthold Werner/wikimediaCommons/ Public domain
Jerúsalem. Klettamoskan fyrir miðri mynd. Mynd: Berthold Werner/wikimediaCommons/ Public domain

Alþjóðadómstóllinn í Haag telur hernám Ísraels í Palestínu ólöglegt. Alþjóðadómstóllinn hefur gefið út álit að beiðni Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Dómstóllinn segir í álitinu að Ísrael beri að binda á hernámið eins skjótt og unnt er.

Álit Alþjóðadómstólsins er ekki lagalega bindandi ólíkt úrskurðum hans. Hins vegar geta álit hans haft áhrif á alþjóðlega stefnumótun, aukið siðferðlegan þrýsting og verið bakgrunnur ákvarðana einstakra ríkja um aðgerðir.

Alþjóðadómstóllinn í Haag.
Alþjóðadómstóllinn í Haag.

Hætta ber nýju landnámi

Í álitinu segir að “öllum ríkjum sé skylt að viðurkenna ekki hernámið.”

Allsherjarþingið samþykkti ályktun í árslok 2022 þar sem þess var farið á leit við Alþjóðadómstólinn að hann gæfi út álit um „hvernig framferði Ísraela snerti mannréttindi Palestínumanna á herteknu svæðunum, þar á meðal Austur-Jerúsalem.”

Í álitinu segir jafnframt að Ísrael „sé skylt að hætta þegar í stað nýju landnámi og flytja á brott alla landnema frá herteknum palestínskum svæðum.“ Þar að auki beri Ísrael að greiða skaðabætur.