A-Ö Efnisyfirlit

SÞ bærinn í Kaupmannahöfn

Höfuðstöðvar margra stofnana Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum eru í svokölluðum Sameinuðu þjóða-bæ í Kaupmannahöfn (FN-Byen, UN City). 11 stofnanir með 1500 starfsmenn af 100 mismunandi þjóðernum eru til húsa í svokölluðum Kampus 1 við Marmormolen. Kampus 2 er hins vegar vörugeymsla UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Nordhavnen, og er stærsta birgðastöð fyrir mannúðaraðstoð í heiminum.

Skrifstofuhúsnæði Sameinuðu þjóðanna í Kampus 1 er ein af sjálfbærustu byggingum af þessu tagi á Norðurlöndunum. Hún hefur fengið vottun bæði Platinum LEED og ”Green Building Award” verðlaun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún er hönnuð með það í huga að nota 55% minni orku en skrifstofubyggingar af sömu stærð og styðja þannig markmið SÞ um sjálfbærni og orkusparnað.

Sjá nánar hér.

SÞ bærinn styður umbótastarf samtakana þar á meðal ”Einar Sameinaðar þjóðir” (ONE UN) með samræmingu, skilvirkni og samstarfi innan Sameinuðu þjóða-kerfisins. Þá sparast fé við það að ólíkar stofnanir SÞ séu undir sama þaki og samnýti skrifstofufólk, auk þess sem slikt greiðir fyrir samstarfi.

Stofnanirnar í SÞ bænum eru misstórar og hafa ólíkum hlutverkum að gegna. Hins vegar vinna þær allar að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem ber að uppfylla fyrir 2030.

Sjá nánar hér.

Um SÞ

Mannréttindayfirlýsingin