SÞ bærinn í Kaupmannahöfn

Höfuðstöðvar margra stofnana Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum eru í svokölluðum Sameinuðu þjóða-bæ í Kaupmannahöfn (FN-Byen, UN City). 11 stofnanir með 1500 starfsmenn af 100 mismunandi þjóðernum eru til húsa í svokölluðum Kampus 1 við Marmormolen. Kampus 2 er hins vegar vörugeymsla UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Nordhavnen, og er stærsta birgðastöð fyrir mannúðaraðstoð í heiminum.

Skrifstofuhúsnæði Sameinuðu þjóðanna í Kampus 1 er ein af sjálfbærustu byggingum af þessu tagi á Norðurlöndunum. Hún hefur fengið vottun bæði Platinum LEED og ”Green Building Award” verðlaun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún er hönnuð með það í huga að nota 55% minni orku en skrifstofubyggingar af sömu stærð og styðja þannig markmið SÞ um sjálfbærni og orkusparnað.

Sjá nánar hér.

SÞ bærinn styður umbótastarf samtakana þar á meðal ”Einar Sameinaðar þjóðir” (ONE UN) með samræmingu, skilvirkni og samstarfi innan Sameinuðu þjóða-kerfisins. Þá sparast fé við það að ólíkar stofnanir SÞ séu undir sama þaki og samnýti skrifstofufólk, auk þess sem slikt greiðir fyrir samstarfi.

Stofnanirnar í SÞ bænum eru misstórar og hafa ólíkum hlutverkum að gegna. Hins vegar vinna þær allar að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun sem ber að uppfylla fyrir 2030.

Sjá nánar hér.