Starfsnám hjá SÞ

Starfsnám hjá UNRIC í Brussel og/eða öðrum skrifstofum SÞ.

UNRIC ræður með reglubundnu millibili starfsnema þar á meðal á Norðurlandasvið skrifstofunnar. Hægt er að senda umsóknir á ensku til [email protected].

Stofnanir innan Sameinuðu þjóða-fjölskyldunnar bjóða upp á ýmiss konar starfsnám. Starfsnámið býðst yfirleitt háskólastúdentum sem eru að ljúka námi sínu. Til greina kemur að skrifa lokaritgerð um málefni sem tengjast samtökunum. Markmiðið er að auka skilning þeirra á þeim viðfangsefnum sem glímt er við á alþjóðavettvangi. Auk þess að gefa starfsnemum innsýn í starf Sameinuðu þjóðanna.

Virkja góða námsmenn

Starfsnámið gefur samtökunum tækifæri til að virkja góða námsmenn og sérhæfingu þeirra. Jafnframt að gera námsmönnum kleift að máta hugmyndir sínar úr náminu við raunveruleikann.

Starfsnám er mismunandi langt en oftast á bilinu tveir til sex mánuðir.
Mikilvægt er að hafa í huga að fæstar stofnanir SÞ borga starfsnemum laun eða kostnað. Þvi verða þeir að bera þann kostnað sjálfir eða afla sér styrkja. Þetta gildir um UNRIC.

Sumar stofnanir Sameinuðu þjóðanna auglýsa starfsnám á vefsíðum sínum. Ef ekki er hægt að senda fyrirspurnir á almenn netföng stofnana.