Loftslagsbreytingar

„Loftslagsbreytingar eru helsta viðfangsefni okkar tíma,“ segir António Guterres, að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Í desember 2015 var gengið frá svokölluðum Parísarsamningi á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21). Samningnum var lýst sem „stórsigri fyrir mannkynið og plánetuna.“

Helsta markmið Parísar-samningsins var að stemma stigu við hækkun hitastigs á jörðunni og takmarka hana við 2 gráður fyrir lok þessarar aldar og leitast við að hún yrði aðeins 1.5 gráður miðað við fyrir iðnbyltingu.

Til þess að ná þessum mikilvægu og metnaðarfullu markmiðum ber að veita nægjanlegu fé til þróunarríkja og þeirra ríkja sem höllustum standa fæti til að efla loftslagsviðleitni þeirra í samræmi við landsáætlanir þeirra.

Aðildarríkjum samningsins ber að grípa til aðgerða hið fyrsta til að stemma stigu við losun gastegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum og leggja fram landsáætlanir um aðgerðir sínar í loftslagsmálum með jöfnu millibili. Kveðið er á um að ekki sé slakað á í komandi landsáætlunum.

Aðildarríkjum  ber að kynna landsáætlanir sínar í loftslagsmálum (NDCs; Nationally Determined Contributions) á fimm ára fresti.  (ADD LINK: https://unfccc.int/process/the-paris-agreement/nationally-determined-contributions/ndc-registry)

Staðreyndir:

•    Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22.apríl 2016.

  • Samningurinn tók gildi þegar 55 ríki sem ábyrgð báru á 55% losunar höfðu undirritað hann.

 

Krækjur þessu tengdar:

Parísarsamningurinn að baki fyrirsögnunum hér. https://www.unric.org/is/frettir/26643-parisarsamningurinn-ae-baki-fyrirsoegnunum

Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna, heimasíða: http://newsroom.unfccc.int/

Að hrinda Parísarsamkomulaginu í framkvæmd: UNFCC: Bringing the Paris Agreement into Force: http://newsroom.unfccc.int/unfccc-newsroom/bringing-the-paris-agreement-into-force/

Stofnanir og samtök innan Sameinuðu þjóðanna sem vinna að umhverfis- og loftslagsmálum

Umhverfisstofnun SÞ (UNEP)
Alþjóða veðurfræðistofnunin (WMO)
Loftslagsnefnd SÞ (IPCC)

Loftslagsstofnun SÞ (UNFCCC)
Græni loftslagssjóðurinn
Caring for Climate

Skýrslur Loftslagsnefndar SÞ