Alþjóðlega ráðið fagfólk

Alþjóðlega ráðið starfsfólk (International Professionals, eða P) er sá hluti starfsfólks Sameinuðu þjóðanna sem ráðinn er á alþjóðavettvangi og hefur æðri menntun að baki. Stöðum er raðað frá P2 til P5 eftir kröfum um námsgráður og starfsreynslu. Reynt er að ráða alþjóðlega frá eins mörgum heimshornum og mögulegt er til þess að starfsfólkið endurspegli aðildarríkin eins vel og unnt er.

Það er stefna Sameinuðu þjóðanna að auglýsa allar lausar stöður og ekki eingöngu byrjunarstöður P2-P3. Ráðið er í þær stöður að afloknu samkeppnisprófi. Þessi próf eru haldin í þeim löndum sem ekki hafa eðlilegt hlutfall starfsfólks innan samtakanna.

Samkeppnisprófin ná til ýmissa sviða, svo sem skrifstofuhalds, hagfræði, tölfræði, bókasafnsfræði, stjórnmálafræði, upplýsinga og félagslegrar þróunar.

Til þess að teljast hæf(ur) til að sækja um P1/P2 stöður þarf viðkomandi að hafa lokið háskólaprófi og vera ekki eldri en 32 ára. Til þess að sækja um P3 stöðu verður viðkomandi að hafa lokið æðri háskólagráðu, hafa 4 ára starfsreynslu að baki og vera ekki eldri en 39 ára. Skilyrði er að tala reiprennandi ensku og/eða frönsku. Allir þeir sem uppfylla þessi skilyrði og trúa á markmið og hugsjónir SÞ geta sótt um.

Sjá nánar hér.
Almennt starfsfólk (General Staff, G) er staðarráðið hjá Sameinuðu þjóðunum og vinnur hjá staðbundnum skrifstofum samtakanna. G-starfsfólk vinnur oftast í stuðningsgreinum svo sem skrifstofuhaldi eða tæknilegri aðstoð, starfsmannahaldi eða dyravörslu en einnig í samskiptum og tölvuvinnslu.

Oft er krafist töluverðrar starfsreynslu. G-störf eru flokkuð frá G2 til G7 og þeim síðan í 11 undirflokka, fyrst og fremst eftir starfsreynslu.

Sjá nánar hér.
Hér má finna auglýsingar um störf.