A-Ö Efnisyfirlit

Alþjóðadagar, vikur, ár og áratugir SÞ

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur ákvörðun um að ákveðnir dagar, vikur, ár og jafnvel áratugir skuli helgaðir tilteknum málefnum á vettvangi samtakanna. Einstakar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sína alþjóðlegu daga og eru þeir flestir á þessum lista. Heiti hvers dags er jafnframt tengill yfir á vefsíðu dagsins

Hefðir hafa skapast um heiti sumra daga á íslensku en ekki um aðra. Hér er til skiptis notað alþjóðadagur eða alþjóðlegur dagur og er farið eftir ríkjandi hefð, eða eftir því sem betur hljómar hverju sinni.

Janúar

27. janúar Alþjóðadagur minningar um fórnarlömb helfararinnar

Febrúar

1.-7. Alþjóðavika samlyndis trúarbragða
4. Alþjóða krabbameinsdagurinn (WHO)
6. Alþjóðadagur algjörs umburðarleysis gagnvart kynfæra umskurði kvenna
7.Alþjóðlegur dagur belgjurta (A/RES/73/251)
11. Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum
13. Alþjóða útvarpsdagurinn (UNESCO)
20. Alþjóðadagur félagslegs réttlætis
21. Alþjóða móðurmálsdagurinn (UNESCO)

Mars

1. Alþjóðlegur dagur engrar mismununar (UNAIDS)
3. Alþjóða dýralífsdagurinn
8. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
20. Alþjóða hamingjudagurinn
21.-27. Alþjóðleg samstöðuvika með baráttufólki gegn kynþáttafordómum og misrétti
21. Alþjóðadagur útrýmingar kynþáttamismununar
21. Alþjóðadagur ljóðsins (UNESCO)
21. Alþjóðdagur Down heilkennis
21. Alþjóðadagur Nowruz (Persneska nýárið)
21. Alþjóðadagur skóga og trjáa
22. Alþjóða ferskvatnsdagurinn
23. Alþjóða veðurfræðidagurinn
24. Alþjóða berkladagurinn
24. Alþjóðadagur réttarins til að vita sannleikann um gróf mannréttindabrot og í þágu sæmdar fórnarlamba
25. Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb þrælahalds og þrælasölunnar yfir Atlantshafið
25. Alþjóðadagur samstöðu með handteknum og horfnum starfsmönnum

Apríl

2. Alþjóðadagur vitundar um einhverfu
4. Alþjóðadagur vitundar um jarðsprengjur og baráttu gegn jarðsprengjum
6. Alþjóðadagur íþrótta í þágu þróunar og friðar
6.-12.maí 2019 (annað hvort ár) Alþjóðleg umferðaröryggisvika
7. Dagur íhugunar um fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda
7. Alþjóða heilbrigðisdagurinn (WHO)
12. Alþjóðadagur mannaðs flugs í geimnum
19.-23. Alþjóðavika jarðvegs
22. Alþjóðadagur móður jarðar
23. Alþjóðadagur bóka og höfundaréttar
23. Dagur enskrar tungu
24.apríl Alþjóðlegur dagur milliríkjasamskipta og friðarumleitanna (A/RES/73/127)
24.-30. Alþjóða bólusetningarvikan (WHO)
25. Alþjóða mýrarköldudagurinn (malaría, WHO)
26. Alþjóðadagur til minningar um Tsjernobil-slysið
26. Alþjóða hugverkadagurinn (WIPO)
28. Alþjóðadagur öryggis og heilbrigðis í vinnu (ILO)
29. Dagur minningar um öll fórnarlömb efnavopnahernaðar
30. Alþjóða djassdagurinn (UNESCO)

Maí

2. Alþjóða túnfisksdagurinn
3. Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis
4.-10. Alþjóðavika umferðaröryggis
8. og 9. Alþjóðadagar minninga og sátta í þágu þeirra sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni.
10. og 11. Alþjóða farfugladagurinn (UNEP)
15. Alþjóða fjölskyldudagurinn
17. Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (ITU)
21. Alþjóðadagur menningarlegrar fjölbreytni
22. Alþjóðadagur líffræðilegrar fjölbreytni
23. Alþjóðadagur til að binda enda á fæðingar-pípusár (obstetric fistula)
25.-31. Alþjóða samstöðvika með íbúum sjálfsstjórnarsvæða
29. Alþjóðadagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna
31. Alþjóða tóbakslausidagurinn (WHO)

Júní

1. Alþjóðadagur foreldra
13. Alþjóðadagur Vesak (friðarboðskapur Búdda – dagur fulls tungls í maí)
2. Alþjóðadagur saklausra barna er orðið hafa fórnarlömb árása
5. Alþjóða umhverfisdagurinn (UNEP)
6. Alþjóðadagur rússneskrar tungu
7.júní Alþjóða öryggisdagurinn (A/RES/73/250)
8. Alþjóðadagur hafsins
12. Alþjóðadagur gegn barnavinnu (ILO)
13. Alþjóðadagur vitundar um málefni hvítingja (albínóa)
14. Alþjóða blóðgjafadagurinn (WHO)
15. Alþjóðdagur gegn illri meðferð eldra fólks
17. Alþjóðadagur helgaður baráttunni gegn eyðimerkurmyndun og ofþurrki
18. Alþjóðadagur sjálfbærrar matargerðarlistar
20. Alþjóða flóttamannadagurinn
21. Alþjóðadagur jóga
23. Alþjóðadagur opinberrar þjónustu
23. Alþjóðlegur dagur ekkna
25. Alþjóða sæfaradagurinn (IMO)
26. Alþjóðadagur gegn misnotkun og sölu fíkniefna
26. Alþjóðadagur fórnarlamba pyntinga
30. Alþjóðadagur smástirna

Júlí

4. Alþjóða samvinnudagurinn (fyrsti laugardagur júlímánaðar)
11. Alþjóða mannfjöldadagurinn (UNDP)
15. Alþjóðadagur kunnáttu ungmenna
18. Alþjóðadagur Nelsons Mandela
28. Alþjóða lifrarbólgudagurinn (WHO)
30. Alþjóða vináttudagurinn
30. Alþjóðadagur til höfuðs mansali

Ágúst

1.-7. Alþjóðavika brjóstagjafar
9. Alþjóðadagur frumbyggja
12. Alþjóða æskudagurinn
19. Alþjóða mannúðardagurinn
23. Alþjóðadagur til minningar þrælasölu og afnáms hennar (UNESCO)
29. Alþjóðadagur gegn tilraunum með kjarnorkusprengjur
30. Alþjóðadagur fórnarlamba þvingaðs brottnáms

September

5. Alþjóða góðgerðadagurinn
8. Alþjóðadagur læsis (UNESCO)
12. Alþjóðadagur suður-suður samvinnu
15. Alþjóða lýðræðisdagurinn
16. Alþjóðadagur Ósonlagsins
21. Alþjóða friðardagurinn
25. Alþjóða siglingadagurinn (síðasta vika í september) (IMO)
26. Alþjóðadagur upprætingar kjarnorkuvopna
27. Alþjóða ferðamennskudagurinn (UNWTO)

Október

1. Alþjóðadagur aldraðra
2. Alþjóðadagur ofbeldisleysis
4.-10. Alþjóðavika geimsins
5. Alþjóða kennaradagurinn (UNESCO)
6. Alþjóða mannvistardagurinn (fyrsti mánudagur í október)
9. Alþjóða póstdagurinn
10. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn
11. Alþjóðadagur stúlkubarna
13. Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara
15. Alþjóðadagur dreifbýliskvenna
16. Alþjóða matvæladagurinn (FAO)
17. Alþjóðadagur helgaður útrýmingu fátæktar
20. Alþjóða tölfræðidagurinn
24.-30. Alþjóðavika afvopnunar
24. Dagur Sameinuðu þjóðanna
24. Alþjóðadagur upplýsinga um þróun
24.-30. Alþjóðavika afvopnunar
27. Alþjóðadagur sjónrænna minja (UNESCO)
31. Alþjóðadagur borga

Nóvember

2. Alþjóðlegur dagur til upprætingar refsileysis fyrir glæpi gegn blaðamönnum. (UNESCO)
6. Alþjóðadagur gegn misnotkun umhverfisins í stríði og í vopnuðum átökum
6.-11. Alþjóðavika vísinda og friðar
10. Alþjóðadagur vísinda í þágu friðar og þróunar (UNESCO)
13.19.nóvember Alþjóðavika vitundar um sýklalyf (WHO)
14. Alþjóða sykursýkisdagurinn (WHO)
15. Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb umferðarslysa 16. Alþjóðadagur umburðarlyndis (UNESCO)
16. Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb umferðarslysa (WHO)
19. Alþjóða salernisdagurinn
19. Alþjóða heimspekidagurinn (UNESCO) (Þriðji fimmtudagur í nóvember)
20. Alþjóða barnadagurinn
20. Alþjóðadagur iðnvæðingar Afríku
21. Alþjóða sjónvarpsdagurinn
25. Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi.
29. Alþjóða samstöðudagur með Palestínsku þjóðinni

Desember

1. Alþjóða alnæmisdagurinn
2. Alþjóðadagur afnáms þrælahalds
3. Alþjóðadagur fatlaðra
5. Alþjóðadagur jarðvegsins
5. Alþjóðadagur helgaður sjálfboðavinnu við efnahags- og félagslega þróun
7. Alþjóða flugmáladagurinn
9. Aþjóðadagur gegn spillingu
9. Alþjóðadagur minningar um fórnarlömb þjóðarmorðs og viðleitni til að hindra slíka glæpi
10. Alþjóða mannréttindadagurinn
11. Alþjóða fjalladagurinn
18. Alþjóðadagur farandfólks
20. Alþjóðadagur mannlegrar samstöðu

Alþjóðaár

2019 Alþjóðaár frumbyggjamála (A/RES/71/178)
Alþjóðaár sáttaumleitanna (A/RES/72/129)

Alþjóðaáratugir

2016-2025 Áratugur aðgerða til að efla næringu
2014-2024 Áratugur sjálfbærrar orku fyrir alla
2011-2020 Þriðji áratugur helgaður upprætingu nýlendustefnunnar
2011-2020 Áratugur Sameinuðu þjóðanna helgaður fjölbreytni lífríkisins
2011-2020 Áratugur aðgerða í þágu umferðaröryggis
2010-2020 Áratugur eyðimarka og baráttunnar gegn eyðimerkurvæðingu
2015-2024 Alþjóðlegur áratugur fólks af afrískum uppruna
2016-2025 Áratugur aðgerða í þágu næringar (A/RES/70/259)
2016-2025 Þriðji áratugur iðnþróunar fyrir Afríku (A/RES/70/293)
2021-2030 Alþjóðlegur áratugur hafvísinda í þagú sjálfbærrar þróunar (A/RES/72/73)
2018-2027 Þriðji áratugur Sameinuðu þjóðanna í þágu upprætingar fátæktar (A/RES/72/233)
2018-2028 Alþjóðlegur áratugur vatns í þágu sjálfbærrar þróunar (A/RES/71/222)
2019-2028 Alþjóðlegur áratugur fjölskyldu-landbúnaðar (A/RES/72/239)

Mannréttindayfirlýsingin