Alþjóðadagar, vikur, ár og áratugir SÞ

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tekur ákvörðun um að ákveðnir dagar, vikur, ár og jafnvel áratugir skuli helgaðir tilteknum málefnum á vettvangi samtakanna. Einstakar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa einnig sína alþjóðlegu daga og eru þeir helstu á þessum lista. Heiti hvers dags er jafnframt tengill yfir á vefsíðu dagsins

Hefðir hafa skapast um heiti sumra daga á íslensku en ekki um aðra. Hér er til skiptis notað alþjóðadagur eða alþjóðlegur dagur og er farið eftir ríkjandi hefð, eða eftir því sem betur hljómar hverju sinni.

Alþjóðlegir dagar og vikur

Janúar

Blindraletur
Alþjóðlegur dagur blindraleturs

4.janúar Alþjóðadagur blindraleturs

 Punktaletur: einföld en byltingarkennd uppfinning

24.janúar Alþjóðlegi menntadagurinn

Alþjóðlegi menntadagurinn helgaður baráttu gegn hatursorðræðu

26.janúar Alþjóðlegur dagur hreinnar orku

Loftslagsbreytingar: hrein orka skiptir sköpum

27. janúar Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb helfararinnar

Þegar hatur beinist að gyðingum, lýkur því aldrei með gyðingum

Febrúar

Búdda
Alþjóðleg vika samlyndis trúarbragða

1.-7. febrúar Alþjóðavika samlyndis trúarbragða

2. febrúar Alþjóðlegur dagur votlendis

Votlendi eru nýru jarðarinnar

4. febrúar Alþjóðlegur dagur bræðralags mannkyns

4. febrúar Alþjóða krabbameinsdagurinn (WHO)

COVID-19 hefur haft hrikaleg áhrif á krabbameinsmeðferð

6. febrúar Alþjóðadagur algjörs umburðarleysis gagnvart kynfæra umskurði kvenna

Hægt að koma í veg fyrir þriðja hvert krabbameinstilfelli

10. febrúar Alþjóðlegur dagur belgjurta

11. febrúar Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum

Tækni og vísindi: of fáar konur

12.febrúar Alþjóðlegur dagur til að hindra ofbeldisfullar öfgar þegar þær leiða til hryðjuverka 

13. febrúar Alþjóða útvarpsdagurinn (UNESCO)

17.febrúar Alþjóðadagur þolgóðrar ferðamennsku

20. febrúar Alþjóðadagur félagslegs réttlætis

Efla beri félagslegt réttlæti

21. febrúar Alþjóða móðurmálsdagurinn (UNESCO)

Móðurmálið er grundvöllur annars tungumálanáms

Mars

Fight aids
Alþjóðadagur engrar mismununar

1. mars Alþjóðlegur dagur engrar mismununar (UNAIDS)

Skylda að uppræta mismunun

1.mars Alþjóðlegur dagur sjávargrass

Sjávargras: Þar sem þorskurinn þrífst

3. mars Alþjóða dýralífsdagurinn

 Ómetanlegt gildi dýralífsins

5.mars Alþjóðlegur dagur vitundar um baráttu gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna

8. mars Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Kísildalir heimsins ættu ekki að vera dauðadalir kvenréttinda 

10.mars Alþjóðlegur dagur kvendómara

15.mars Alþjóðlegur dagur baráttu gegn hatri á Íslam

20. mars Alþjóða hamingjudagurinn

 Hamingja tímum ófriðar og loftslagsbreytinga

20. mars Alþjóðlegur dagur franskrar tungu

21.-27. mars Alþjóðleg samstöðuvika með baráttufólki gegn kynþáttafordómum og misrétti

21.mars Alþjóðadagur útrýmingar kynþáttamismununar

Barátta frumbyggja á Norðurlöndum heldur áfram 

21.mars Alþjóðadagur ljóðsins (UNESCO)

21.mars Alþjóðadagur Down heilkennis

Með okkur ekki fyrir okkur 

21.mars Alþjóðadagur Nowruz (Persneska nýárið)

21.mars Alþjóðadagur skóga og trjáa

 Skógi á stærð við Ísland eytt á hverju ári 

22. mars Alþjóða ferskvatnsdagurinn

2.2 milljarðar hafa ekki aðgang að ferskvatni

23.mars Alþjóða veðurfræðidagurinn

Snemmbærar viðvaranir bjarga mannslífum

24. mars Alþjóða berkladagurinn

Helmingi færri dauðsföll af völdum berkla

24. mars Alþjóðadagur réttarins til að vita sannleikann um gróf mannréttindabrot og í þágu sæmdar fórnarlamba

25. mars Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb þrælahalds og þrælasölunnar yfir Atlantshafið

Arfur þrælasölunnar

25.mars  Alþjóðadagur samstöðu með handteknum og horfnum starfsmönnum

30.mars Alþjóðlegur dagur engrar sóunar

Apríl

Einhverfa
Alþjóðadagur vitundar um einhverfu

2.apríl Alþjóðadagur vitundar um einhverfu

 Einhverfa er hluti af margbreytileika mannkyns  

4. apríl Alþjóðadagur vitundar um jarðsprengjur og baráttu gegn jarðsprengjum

3 sprengjur fjarlægðar og hálf milljón fær hreint vatn

5. apríl Alþjóðlegur dagur samvisku

6. apríl Alþjóðadagur íþrótta í þágu þróunar og friðar

7. apríl Dagur íhugunar um fórnarlömb þjóðarmorðsins í Rúanda

SÞ hefur lært af reynslunni 

7. apríl Alþjóða heilbrigðisdagurinn (WHO) 

Alþjóða heilbrigðisdagurinn: Plánetan okkar, heilsan okkar

12. apríl Alþjóðadagur mannaðs flugs í geimnum

 Sameinuðu þjóðirnar í geimnum

14. apríl Alþjóðlegur dagur Chagas-sjúkdómsins

Chagas: þögli sjúkdómurinn

20. apríl Dagur kínverskrar tungu

Dagur kínverskrar tungu eða 联合国中文日

21. apríl Alþjóðlegur dagur hugvits og nýsköpunar

Þegar sjálfbærar lausnir bjarga lífi og limum

22. apríl Alþjóðadagur stúlkna í upplýsinga- og fjarskiptatækni

22. apríl Alþjóðadagur móður jarðar

Móðir jörð krefst aðgerða

23. apríl Alþjóðadagur bóka og höfundaréttar

23. apríl Dagur enskrar tungu

23. apríl Dagur spænskrar tungu

24.-30. apríl Alþjóða bólusetningarvikan (WHO)

Ástarbréf frá UNICEF

24. apríl Alþjóðlegur dagur milliríkjasamskipta og friðarumleitanna

25. apríl Alþjóðlegur dagur sendifulltrúa hjá SÞ

25. apríl Alþjóða mýrarköldudagurinn (malaría, WHO)

Malaría: sjúkdómur hinna fátæku

26. apríl Alþjóðadagur til minningar um Tsjernobil-slysið

Hvað eiga túnfiskur og Tsjérnóbil sameiginlegt? 

26. apríl Alþjóða höfundarréttardagurinn (WIPO)

27.apríl Alþjóðlegur dagur stúlkna í upplýsinga- og tölvutækni (ITU)

Tæknin spyr ekki að kyni

28. apríl Alþjóðadagur öryggis og heilbrigðis í vinnu (ILO)

30. apríl Alþjóða djassdagurinn (UNESCO)

Alþjóðlegi djass-dagurinn: ekki bara tónlist 

Djass var sagður ósamboðinn hvítum mönnum

Maí

Ljósið
Alþjóðlegur dagur ljóssins

2. maí Alþjóða túnfisksdagurinn

3. maí Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis 

Fjölmiðlafrelsi er forsenda þess að njóta mannréttinda   

5. maí Alþjóðlegur dagur portúgalskrar tungu

5. maí Vesak, dagur hins fulla tungls

8. og 9. maí Alþjóðleg stund minninga og sátta í þágu þeirra sem létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni

10. maí Alþjóðadagur argan-trjáa

12.maí Alþjóðlegur dagur jurta-heilbrigðis

13.maí Alþjóða farfugladagurinn (UNEP)

Víðförlasti farfuglinn: Til tunglsins og heim 

15. maí Alþjóða fjölskyldudagurinn 

Frjósemi Norðurlanda minnkar stöðugt

16.maí Alþjóðlegur dagur hinsegin fólks

16. maí Alþjóðlegur dagur friðsamlegrar sambúðar

16. maí Alþjóðlegur dagur ljóss

Að lýsa upp hin dimmu Norðurlönd

17.-23. maí Alþjóðleg vika umferðar-öryggis 

Hvatt til 30km hámarkshraða

17. maí Alþjóðadagur fjarskipta og upplýsingasamfélagsins (ITU)

20. maí Alþjóðlegi býflugnadagurinn

Býflugur í hættu en uppgangur hér

21. maí Alþjóðadagur menningarlegrar fjölbreytni

21. maí Alþjóðlegi te-dagurinn

22. maí Alþjóðadagur líffræðilegrar fjölbreytni

Hinn ástsæli lundi í meiri hættu en talið var

23. maí Alþjóðadagur til að binda enda á fæðingar-pípusár (obstetric fistula)

 Konur ættu ekki lengur að þjást

25.-31. maí Alþjóða samstöðuvika með íbúum sjálfsstjórnarsvæða

29. maí Alþjóðadagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna

75 ára afmæli friðargæslu SÞ fagnað

31. maí Alþjóða tóbakslausidagurinn (WHO)

Grænlendingar Norðurlandameistarar í reykingum

Júní

Dagur hafsins
Alþjóðadagur hafsins
  1. júní Alþjóðadagur foreldra

3. júní Alþjóða hjólreiðadagurinn

Að hjóla og bjarga heiminum

4.  júní Alþjóðadagur saklausra barna er orðið hafa fórnarlömb árása

5. júní Alþjóða umhverfisdagurinn (UNEP)

Allir verða að leggjast á eitt til að uppræta plastmengun

5.júní Alþjóðlegur dagur baráttu gegn ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum fiskveiðum 

Fimmti hver fiskur fer undir radarinn

6. júní Alþjóðadagur rússneskrar tungu

Ótal blá litbrigði rússneskrar tungu

7.júní Alþjóðadagur öryggis matvæla

8. júní Alþjóðadagur hafsins

90% af stofnum stærri fiska ofveiddir

12. júní  Alþjóðadagur gegn barnavinnu (ILO)

Tíunda hvert barn þarf að vinna fyrir sér

13. júní Alþjóðadagur vitundar um málefni hvítingja (albínóa)

SÞ skipar erindreka í málefnum hvítingja

14. júní Alþjóða blóðgjafadagurinn (WHO)

Gefðu líf -gefðu blóð

15. júní Alþjóðadagur gegn illri meðferð eldra fólks

16. júní Alþjóðadagur heimgreiðslna farandfólks

17. júní Alþjóðadagur helgaður baráttunni gegn eyðimerkurmyndun og ofþurrki

Landeyðing snertir 3.2 milljarða

18. júní Alþjóðlegur dagur til höfuðs hatursorðræðu

18. júní Alþjóðadagur sjálfbærrar matargerðarlistar

19. júní Alþjóðadagur upprætingar kynferðislegs ofbeldis í átökum

20. júní Alþjóða flóttamannadagurinn

Fátt bendir til að flóttamannastraumurinn sé í rénum

21. júní Alþjóðadagur jóga

Sameining anda og líkama

21. júní Alþjóðadagur sólstöðuhátíða

23. júní Alþjóðadagur opinberrar þjónustu

23. júní Alþjóðlegur dagur ekkna

24. júní Alþjóðadagur kven-diplómata

25. júní Alþjóða sæfarendadagurinn (IMO)

400 þúsund farmenn strandaglópar

26. júní Alþjóðadagur gegn misnotkun og sölu fíkniefna

Fíkniefnavandinn krefst mannúðlegra aðgerða

26. júní Alþjóðlegur stuðningsdagur við fórnarlömb pyntinga

Til stuðnings fórnarlömbum pyntinga

27. júní Alþjóðlegur dagur smárra; lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja

29. júní Alþjóðadagur hitabeltisins

30. júní Alþjóðadagur smástirna

30. júní Alþjóðadagur þingræðis

Alþingi er 9.yngsta þing heims

Júlí

Vináttudagur
Alþjóðadagur vináttunnar í Ekvador

3. júlí Alþjóða samvinnudagurinn (fyrsti laugardagur júlímánaðar)

Samvinnufélög í þágu sjálfbærrar þróunar

7. júlí Alþjóðadagur kishwahili (UNESCO)

11. júlí Alþjóða mannfjöldadagurinn (UNDP)

Jafnrétti kynjanna er í allra þágu

15. júlí Alþjóðadagur kunnáttu ungmenna

18. júlí Alþjóðadagur Nelsons Mandela

Boðskapur Mandela á erindi við okkur

20. júlí Alþjóða skákdagurinn

Skákin mátaði COVID

20. júlí Alþjóða tungldagurinn

25. júlí Alþjóðlegur dagur til varnar drukknun

Fjórðungur milljónar drukknar á hverju ári

28. júlí Alþjóða lifrarbólgudagurinn (WHO)

30.júlí Alþjóða vináttudagurinn

Sameinuð í krafti vináttu

30. júlí Alþjóðadagur til höfuðs mansali

Verndum flóttamenn fyrir mansali

Ágúst

Alþjóðlegur dagur frumbyggja
Alþjóðlegur dagur frumbyggja

1.-7. ágúst Alþjóðavika brjóstagjafar

Ráðgáta hvers vegna brjóstagjöf lagðist af

9. ágúst Alþjóðadagur frumbyggja

Samar: Við erum frumbyggjar þessa lands

12. ágúst Alþjóðadagur æskunnar

19. ágúst Alþjóðadagur hjálparstarfsmanna

20 ár frá sprengjutilræðinu mannskæða í Bagdad

21. ágúst Alþjóðlegur dagur til minningar um og til heiðurs fórnarlömbum hryðjuverka 

22. ágúst Alþjóðlegur dagur til minningar um fórnarlömb ofbeldis vegna trúar eða skoðana

23. ágúst Alþjóðadagur til minningar þrælasölu og afnáms hennar (UNESCO)

29. ágúst Alþjóðadagur gegn tilraunum með kjarnorkusprengjur

Tilraunum með kjarnavopn verði endanlega hætt

30. ágúst Alþjóðadagur fórnarlamba þvingaðs brottnáms

Argentískar mæður harma hvarf barna sinna

31. ágúst Alþjóðlegur dagur fólka af afrískum uppruna

 

September

Ósonlagið
Alþjóðlegur dagur varðveislu ósonlagsins

5. september Alþjóða góðgerðadagurinn

7.september Alþjóðadagur lögreglusamvinnu

7. september Alþjóðadagur hreins lofts í þágu heiðskírs himins

Loftmengun þekki engin landamæri

8. september Alþjóðadagur læsis (UNESCO)

Ávarp framkvæmdastjórans

10.september Alþjóðlegur dagur forvarna gegn sjálfsvígum

 700 þúsund taka líf sitt á hverju ári

9. september Alþjóðlegur dagur til að verjast árásum á menntun 

12. september Alþjóðadagur suður-suður samvinnu

15. september Alþjóða lýðræðisdagurinn

16. september Alþjóðadagur inngrípandi hjartaskurðlækninga

16. september Alþjóðadagur Ósonlagsins

25 ár síðan Ósonlaginu var bjargað

17. september Alþjóðadagur öryggis sjúklinga

18. september Alþjóðadagur jafnlauna

Jöfn laun kynjanna eftir 257 ár

21. september Alþjóða friðardagurinn

Sköpum heim friðar og umburðarlyndis

23. september Alþóða táknmálsdagurinn

26. september Alþjóðadagur upprætingar kjarnorkuvopna

27. september Alþjóða ferðamennskudagurinn (UNWTO)

Ferðamennska og vatn

28. september Alþjóðlegur dagur almenns aðgangs að upplýsingum

28. september Alþjóða siglingadagurinn (síðasti fimmtudagur í september)

29. september Alþjóðadagur vitundar um matarsóun

Matarsóun: 400 milljarðar á ári

30. september Alþjóðlegi þýðingadagurinn

Október

Dreifbýliskonur
Alþjóðlegur dagur dreifbýliskvenna

1. október Alþjóðadagur aldraðra

Eldra fólk þarf stuðning í stafrænum heimi

2. október Alþjóðadagur ofbeldisleysis

2. október Alþjóða mannvistardagurinn (fyrsti mánudagur í október)

Heimili er meira en þak yfir höfuðið

4.-10. október Alþjóðavika geimsins

5. október Alþjóða kennaradagurinn (UNESCO)

Fjárfestingar í starfi kennara skila sér margfalt 

7. október Alþjóða bómullardagurinn 

9. október Alþjóða póstdagurinn

Pósturinn í (öðru) lykilhlutverki

10. október Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla

11. október Alþjóðadagur stúlkubarna

Menntun valdeflir stúlkur

13. október Alþjóðadagur til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara

Að draga úr skaða

14. október Alþjóða farfugladagurinn (síðari, annar laugardagur í október)

Næstljúfasti vorboðinn á undir högg að sækja

15. október Alþjóðadagur dreifbýliskvenna

16. október Alþjóða matvæladagurinn (FAO)

Fjöldi hungraðra tvöfaldast

17. október Alþjóðadagur helgaður útrýmingu fátæktar

22 ríkustu menn eiga jafnmikið og allar konur í Afríku

24.-30. október Alþjóðavika afvopnunar

24.-30. október Alþjóðavika fjölmiðla og upplýsingalæsis

24. október Dagur Sameinuðu þjóðanna

Dagur Sameinuðu þjóðanna – Norðurlönd virk

24. október Alþjóðadagur upplýsinga um þróun

24.-30. október Alþjóða afvopnunarvikan

27. október Alþjóðadagur sjónrænna minja (UNESCO)

31. október Alþjóðadagur borga

Nóvember

Umburðarlyndi
Alþjóðadagur umburðarlyndis. Umburðarlyndi í Suður-Afríku á tímum kynþátta-aðskilnaðarstefnunnar.

2. nóvember Alþjóðlegur dagur til upprætingar refsileysis fyrir glæpi gegn blaðamönnum (UNESCO)

Einn blaðamaður er drepinn fjórða hvern dag

5. nóvember Alþjóðlegur vitundar um flóðbylgjur (tsunami)

6. nóvember Alþjóðadagur gegn misnotkun umhverfisins í stríði og í vopnuðum átökum

Umhverfið vanmetinn þáttur í átökum

9.-15. nóvember Alþjóðavika vísinda og friðar

10. nóvember Alþjóðadagur vísinda í þágu friðar og þróunar (UNESCO)

13.-19.nóvember Alþjóðavika vitundar um sýklalyf (WHO)

14. nóvember Alþjóða sykursýkisdagurinn (WHO)

23 þúsund Íslendingar lifa með sykursýki

16. nóvember Alþjóðadagur umburðarlyndis (UNESCO)

Sköpum heim friðar og umburðarlyndis

16. nóvember Alþjóða heimspekidagurinn (UNESCO, þriðji fimmtudagur í nóvember)

Lengi lifi gagnrýnin hugsun

18. nóvember Alþjóðlegur dagur til að hindra og vekja til vitundar um kynferðislega misnotkun, áreitni og ofbeldi gegn börnum

19. nóvember Alþjóða salernisdagurinn

Að gera hið ósýnilega sýnilegt

19.nóvember Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

20. nóvember Alþjóða barnadagurinn

UNICEF: Börn njóti allra réttinda sinna

20. nóvember Alþjóðadagur iðnvæðingar Afríku

21. nóvember Alþjóða sjónvarpsdagurinn

25. nóvember Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi

Kona er drepin á 11 mínútna fresti

29. nóvember Alþjóða samstöðudagur með Palestínsku þjóðinni

Tveggja ríkja lausn er eini kosturinn

30. nóvember Alþjóðlegur minningardagur um öll fórnarlömb efnavopna

Desember

Alnæmisdagurinn
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn. Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York skreyttar.

1. desember Alþjóða alnæmisdagurinn

Nauðsyn jöfnuðar

2. desember Alþjóðadagur afnáms þrælahalds

Þrælahald tekur á sig nýja mynd

3. desember Alþjóðadagur fatlaðra

Tækni í brennidepli

4. desember Alþjóða bankadagurinn

5. desember Alþjóðadagur jarðvegarins

Plastmengun í jarðvegi jafnvel meiri en í hafinu

5. desember Alþjóðadagur helgaður sjálfboðavinnu við efnahags- og félagslega þróun

7. desember Alþjóða flugmáladagurinn

9. desember Alþjóðadagur gegn spillingu

Íslendingar eftirbátar annarra Norðurlandabúa

9. desember Alþjóðadagur minningar um fórnarlömb þjóðarmorðs og viðleitni til að hindra slíka glæpi

10. desember Alþjóða mannréttindadagurinn

Allir eru bornir frjálsir – 75 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar

11. desember Alþjóða fjalladagurinn

12. desember Alþjóða dagur almenns aðgangs að heilsugæslu

12. desember Alþjóða hlutleysisdagurinn

18. desember Alþjóðadagur farandfólks

Öflugur drifkraftur hagvaxtar

18. desember Dagur arabískrar tungu

Dagir arabískrar tungu

20. desember Alþjóðadagur mannlegrar samstöðu

27. desember Alþjóðadagur undirbúnings fyrir faraldra 

Alþjóðaár

2023 Alþjóðlegt ár hirsis

2023 Alþjóðlegt ár viðræðna til að tryggja frið

2024 Alþjóðlegt ár kameldýra

2025 Alþjóðlegt ár til varnar jöklum

2026 Alþjóðlegt ár beitarlands og hirðingja

Alþjóðaáratugir

Fáni Sameinuðu þjóðanna
Fáni Sameinuðu þjóðanna

2014-2024 Áratugur sjálfbærrar orku fyrir alla

2015-2024 Alþjóðlegur áratugur fólks af afrískum uppruna

2016-2025 Áratugur aðgerða í þágu næringar

2016-2025 Þriðji áratugur iðnþróunar fyrir Afríku

2018-2027 Þriðji áratugur Sameinuðu þjóðanna í þágu upprætingar fátæktar

2018-2028 Alþjóðlegur áratugur vatns í þágu sjálfbærrar þróunar

2019-2028 Alþjóðlegur áratugur fjölskyldu-landbúnaðar

2019-2018 Alþjóðlegur friðaráratugur Nelsons Mandela

2020-2030 Alþjóðlegur áratugur aðgerða í þágu sjálfbærrar þróunar

2021-2030  Annar alþjóða áratugur umferðaröryggis

2021-2030 Alþjóðlegur áratugur heilbrigðrar öldrunar

2021-2030 Alþjóðlegur áratugur endurreisnar vistkerfa 

2021-2030 Alþjóðlegur áratugur hafrannsókna í þágu sjálfbærrar þróunar