Mannréttindi

Mannréttindi eru grundvallar frelsi- og réttindi sem allir hafa rétt á. Þau byggja á almennum og óbrotgjörnum gildum um virði hvers einstaklings. Allir njóta mannréttinda og hvorki er hægt að afsala sér þeim né svipta nokkurn þeim.

Mannréttindayfirlýsingin markaði tímamót þegar hún var samþykkt árið 1948.

Höfundar hennar komu alls staðar að úr heiminum og höfðu ólíkan trúarlegan, menningarlegan og pólitískan bakgrunn. Hún var formlega samþykkt á sérstökum fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðana í París 10.desember 1948. Rúmum sjö áratugum síðar liggur hún enn til grundvallar mannréttindastarfi í heiminum og raunar öllu starfi Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar:
LINK

Hvað eru mannréttindi?
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna
Mannréttindaráðið
Alþjóðlegi mannréttindadagurinn