Alþjóðadómstóllinn

Alþjóðadómstóllinn er helsta stofnun Sameinuðu þjóðanna sem kveður upp dóma að lögum.

Aðeins lönd, en ekki einstaklingar, geta flutt mál fyrir dómstólnum. Hafi land ákveðið að leggja mál fyrir dómstólinn er það skuldbundið til að hlíta dómi hans. Aðrar stofnanir SÞ geta leitað lagalegra leiðbeininga hjá dómstólnum.

Hvernig virkar dómstóllinn?

Alþjóðadómstóllin hefur aðsetur í Haag, í Hollandi og starfar árið um kring. Dómararnir eru fimmtán en þeir eru kjörnir af allsherjarþinginu og öryggisráðinu. Aðeins einn dómari getur verið frá hverju landi. Níu dómarar þurfa að vera sammála til að hægt sé að kveða upp úrskurð.

Dómstóllinn hefur aðstoðað við að leysa margan ágreining. Árið 1992 úrskurðaði dómstóllinn um mörk land- og hafsvæða milli El Salvador og Hondúras. Dómstóllinn hefur einnig úrskurðað í ágreiningi sem varðaði markalínu sem skiptir meginlandshellunni og einnig kveðið upp úr í ágreiningi um fiskveiðimörk milli Danmerkur og Noregs. Önnur nýleg ákvörðun dómstólsins fjallar um beitingu samnings Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð í löndum fyrrum Júgóslavíu (1993).

Alþjóðadómstóllinn í Haag, Hollandi.

Nánari upplýsingar um alþjóðadómstólinn á ensku: www.icj-cij.org