Evrópusambandið stærsti fjármögnunaraðili Sameinuðu þjóðanna

Asha-Rose Migiro, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti nýja skýrslu um samstarf Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins þegar hún hitti forystumenn þess að máli á fundum í Brussel, Strasbourg og Bonn 14. 15. mars.

Asha Rose Migiro átti fund með þróunarráðherrum Evrópusambandsins í Bonn, ávarpaði Evrópuþingið í Strasbourg og átti fund með fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel.
• Í skýrslunni sem hún afhenti Louis Michel, framkvæmdastjóra þróunaraðstoðar Evrópusambandsins kemur fram að ESB er í fararbroddi í fjármögnun Sameinuðu þjóða kerfisins.

Meðal athyglisverðra staðreynda í skýrslunni má nefna:

Evrópusambandsríkin greiða :

• 38 % af reglulegum fjárlögum SÞ
• 40 % af kostnaði við friðargæslu SÞ.
• 50 % af frjálsum framlögum til stofnana, sjóða og áætlana SÞ. 

Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið starfa saman í 80 þróunarlöndum og löndum sem eiga í erfiðleikum, einkum að þróunar og mannréttindamálum, mannúðarástand og að endurreisa ríki eftir átök.

Árangur samstarfsverkefna Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins 

• 50 milljónir hafa kosið

•  400 milljón barna bólusett

•  2.2 milljarðar skammta af bóluefni gegn lömunarveiki notaðir 
• 7 milljónir flóttamanna í 70 löndum aðstoðaðir 
• 18 milljónir fermetra lands hreinsaðir af jarðsprengjum    
     9 milljónum skólabóka dreift til 7 milljóna barna