Hammarskjöld á enn erindi við okkur

alt

altÞau gildi og þær hugsjónir sem Dag Hammarskjöld, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna barðist fyrir: mannréttindi og baráttan gegn fátækt; eiga enn brýnt erindi við okkur nú hálfri öld eftir dauða hans, segir háttsettur embættismaður samtakanna. Kiyo Akasaka, aðstoðar-framkvæmdstjóri á sviði samskipta og almannaupplýsinga sagði á ráðstefnu í Espoo í Finnlandi 24. mars, að þrátt fyrir miklar hræringar í heiminum síðastliðin 50 ár stæðu þessi gildi enn “óhögguð”.

                                                                Kyio Akasaka, yfirmaður upplýsingadeildar Sameinuðu þjóðanna (DPI).

“Það sem meira er: Hammarskjöld innnleiddi anda virkrar þjónustu í almannaþágu í starf Sameinuðu þjóðanna og þetta má sjá í bestu verkum samtakanna”,  sagði Akasaka á Hanaforum-ráðstefnunni og benti sérstaklega á “baráttu fyrir mannréttindum, baráttu gegn refsileysi, útbreiðslu lýðræðislegra grundvallargilda…” og viðleitnina til að ná að framfylgja Þúsaldarmarkmiðunum fyrir árið 2015.    

 Hammarskjöld var annar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og gegndi starfi sínu frá apríl 1953 til september 1961, en þá lést hann í flugslysi á meðan hann reyndi að miðla málum í Kongó. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels síðar sama ár.

altAkasaka sagði að Hammarskjöld væri starfsfólki Sameinuðu þjóðanna innblastur enn þann dag í dag og ekki síst sú skoðun hans að “hver einstaklingur sé sinnar gæfu smiður.”
 

Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1953-1961.