Með ástarkveðju frá Norðurlöndum

sustainable

Janúar 2015. Norðurlöndin hafa frá upphafi verið í fylkingarbrjósti við útfærslu Sjálfbærrar þróunar og státa af því að hafa verið á meðal frumherja í umhverfis- og þróunarmálum á alþjóðavettvangi

 En ákafi forystumanna virðist heldur meiri en þekking almennings á þessum málaflokki.

Stockholm conferenceFrá því Svíþjóð átti frumkvæðið að fyrstu Alþjóðaráðstefnunni um umhverfismál á vettvangi SÞ árið 1968, sem varð að veruleika í Stokkhólmsráðstefnunni 1972, hafa Norðurlönd verið ákafir talsmenn umhverfismála og sjálfbærni á alþjóðlegum vettvangi, ekki síst hjá Sameinuðu þjóðunum.

BrundtlandÞað má meira að segja halda því fram með nokkrum rétti að hugtakið „Sjálfbær þróun“ eigi sér norrænan uppruna því hugtakið var kynnt til sögunnar í „Brundtland-skýrslunni“ svokölluðu sem kennd er við nefnd sem Gro Harlem, Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, stýrði.

 Norðurlöndin eru enn í farabroddi og hátt og skýrt máli sjálfbærrar þróunar. Danir og Norðmenn deildu sæti í þrjátíu ríkja Opnum vinnuhópi sem tók saman tilllöguna um Sjálfbæru markmiðin 17 og undirmarkmiðin 169 sem eru kjarni Þróunaráætlana eftir 2015.

 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs er annar tveggja formanna hóps málsmetandi einstaklinga sem á að reka á eftir að smiðshöggið verði rekið á Þúsaldarmarkmiðin. Hún studdi að Sjálfbæru markmiðin yrðusolberg víðtæk í ræðu á Allsherjarþinginu síðastliðið haust. „Þau verða að taka til friðs og stöðugleika, loftslagsmála og góðir lýðræðislegir stjórnarhættir eru þungir á metunum, ef þróun á að skila sér til allra.“

Annar þungavigtarmaður í norrænum stjórnmálum, Mogens Lykketoft, forseti danska þingsins, verður forseti 70. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðann frá september í ár að telja.  Mikið mun á honum mæða við að koma Sjálfbæru markmiðunum í höfn.

  Fá Þúsöld til sjálfbærni

Hovedbanen-2 webÞegar talað er um þróunarmarkmið eftir 2015, er ástæðan sú að í ár renna út svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun (MDGs).  Bandalag danskra almannasamtaka sem tengjast þróun, danska þróunarstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa undanfarin 3 ár birt á hverju ári ókeypis blað, Heimsins bestu fréttir„, með jákvæðum fréttum frá þróunarríkjunum til að tíunda ár að þróunarsamvinna skili tilætluðum árangri.   

„Árangurinn talar sínu máli: helmingur fátækra í heiminum hafa sloppið úr sárustu fátæktinni frá því árið 1990, 2.3 millljarðar manna hafa fengið aðgang að öruggu drykkjarvatni, unnið hefur verið á útbreiðslu alnæmis og mýrarköldu og 90% af börnum í þróunarríkjunum sækja skóla“, segir í nýjasta hefti „Heimsins bestu frétta.

 „Ég var í hópi efasemdamanna árið 2000,“ segir Thomas Ravn Pedersen,  ritstjóri blaðsins. „Mér fundust markmiðin tæknikrataleg og að þau hefðu engan stuðning almennings. En staðreyndin er að við reyndumst hafa rangt fyrirTRP2 opt-1 okkur. Líf milljarða manna hefur batnað.“ Pedersen bætir við að hann sé einnig bjartsýnn á Sjálfbæru markmiðin. „Við getum verið kynslóðin sem sendir fátæktina á öskuhauga sögunnar.“

Miðað við hina miklu áherslu norrænna ríkisstjórna og þróunarmálasamfélagsins norræna á Þúsaldarmarkmiðin og nú sjálfbæru markmiðin, kann að vekja furðu að Norðurlandabúar eru ekkert sérstaklega mikið fróðari um þessi mál en Evrópubúar eru að meðaltali.

haiti-schoolSamkvæmt könnun Eurobarometer,  á meðal íbúa Evrópusambandsins er þekking Dana um Þúsaldarmarkmiðin á meðal hins minnsta sem þekkist innan ESB. Danir sátu á botninum ásamt Frökkum og Lettum, en aðeins 2% höfðu heyrt um þróunarmarkmiðin og vissu einhver deili á þeim. 8% til viðbótar höfðu heyrt um þau án þess að geta gert grein fyrir þeim, en það dugði Dönum ekki til að komast af botninum.

Finnar voru rétt um eða innan við evrópska meðaltalið. 4% Finna gátu gert einhverja grein fyrir Þúsaldarmarkmiðunum en 6% ESB-þegna , 17% höfðu heyrt um þau, en  16% að meðaltali í ESB. Svíar voru bestir í norræna bekknum en 9% gátu gert sæmilega grein fyrir þeim og 44% könnuðust við þau.  Tæp fjórtán prósent Íslendinga gátu nefnt eitt þróunarmarkmiðanna í könnun 2013, samkvæmt upplýsingum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

Evrópusambandið hefur lýst árið 2015 Evrópuár þróunar. Þekkingin á Þúsaldarmarkmiðunum breytist kannski ekki úr þessu, en Sjálfbæru markmiðin eru ofarlega á baugi í nýrri upplýsingaherferð í tengslum við Evrópuárið. Þar er eyd motto enmeðal annars eintak af „Heimsins bestu fréttir“ þýtt á mál heimamanna og dreift með Metro fríblöðunum um miðjan janúar.

 Miðað við litla þekkingu jafnt Norðurlanda og Evrópubúa á þróunaráætlununum, virðist mikið verk óunnið ef Sjálfbæru þróunarmarkmiðin eiga að ná til almennings.  Ef þekking eða skortur á Þúsaldarmarkmiðunum, er einhver mælikvarði, virðist mikið verk óunnið ef Sjálfbæru þróunarmarkmiðin eiga eftir njóta almenns stuðnings.