1.6 milljón barna deyja árlega vegna skorts á hreinu vatni

0
482

22. mars 2007 – Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að 700 milljónir manna byggju við vatnsskort og sú tala gæti hækkað í 3 milljarða árið 2025 í ávarpi sínu á Alþjóðlega vatnsdaginn sem er í dag. Hann sagði mikilvægt að samhæfa nýtingu þessar mikilvægu auðlindar þvert á landamæri. 

Á meðal þeirra sem búa við vatnsskort eru 425 milljnir barna undir 18 ára aldri sagði Ann M. Veneman, forstjóra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) er hún fylgdi átaki stofnunarinnar úr hlaði í New York.
“Víða um heim verða konur og börn að ganga langar vegalengdir til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar til drykkjar, þvotta og matargerðar”, sagði hún. “Aðgangur að vatni er lykilatriði fyrir heilsu barna alls staðar í heiminum.”
Margaret Chan, forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segir að 1.6 milljónir barna í heiminum látist vegna skorts á aðgangi að hreinu vatni og hreinlæti. 90% þeirra eru undir fimm ára aldri og flest í þróunarríkjum.
“Fyrir hvert barn sem deyr eru óteljandi önnur sem líða fyrir slæma heilsu, minnkandi framleiðni og glötuð menntunartækifæri. Koma mætti í veg fyrir marga af þessum sjúkdómum og dauðsföll með því að nýta vitneskju sem legið hefur fyrir í mörg ár”, sagði hún. 
Tíðni sjúkdóma á borð við kóleru, taugaveiki og malaríu gæti aukist vegna loftslagsbreytinga ef aðgangur að fersku vatni þrengist vegna  tíðra flóða og þurrka, bætti hún við.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21951&Cr=water&Cr1=