1 og hálf milljón undirrita áskorun Olivers

0
422
Food Rev Blog Jamie Needs Your Help

Food Rev Blog Jamie Needs Your Help

21.maí 2015. Rétt tæplega ein og hálf milljón manna hefur nú undirritað áskorun til leiðtoga G-20 ríkjanna um að tekið verði upp skyldunám um mat í því skyni að berjast gegn offitu.

Það er sjónvarpskokkurinn heimsþekkti Jamie Olivier sem er helsti forsprakki undirskriftasöfnunarinnar sem má nálgast hér. Oliver skorar á fólk að undirrita áskorunina og að breiða út boðskapinn á samsfélagsmiðlum.

Maria Elena FRD Spanish 408x332„Við stöndum frammi fyrir offitufaraldri en 42 milljónir barna undir fimm ára aldri í heiminum eru ýmist í yfirþyngd eða glíma hreinlega við offitu, » skrifar Jamie Oliver í opnu bréfi til allra íbúa heims. » Með þessu áframhaldi mun næsta kynslóð lifa skemur en foreldrarnir ef ekkert er gert til að breyta þessum hræðilegu tölum.“

Hundruð manna tóku með ýmsum hætti þátt í Matarbyltingardeginum 15.maí frá Argentínu til Sri Lanka en þá var undirskriftasöfnuninnni formlega hleypt af stokkunum. Á heimasíðu matarbyltingar Olivers er svo að sjálfsögðu að finna margar girnilegar og hollar uppskriftir sem nálgast má hér. 

„Ef þið hjálpið mér við að fá milljónir manna til að undirrita þessa áskorun, getum við skapað nógu kraftmikla hreyfingu til þess að leiðtogar G20 ríkjanna grípi til aðgerða. Matarmenntun getur breytt lífi næstu kynslóða og því bið ég ykkur um hjálp. Ég get ekkert án ykkar.
Undirritið, deilið þessu og hvetjum ríkisstjórnir til að gera rétt,“ skrifar Jamie Oliver

Sjá nánar: www.foodrevolutionday.com
change.org/jamieoliver
#FoodRevolutionDay