10 ára friðarafmæli fagnað í Líberíu

 

liberiapeace

21. ágúst 2013. Unga fólkið í Líberíu handleikur nú kúlupenna og stílabækur í stað vopna tíu arum eftir að endir var bundinn á fjórtán ára borgarastríð.

 Heildstætt friðarsamkomulag var undirritað í Accra í Gana 18.ágúst 2003.
Líberíubúar hafa fagnað þessum tímamótum með því að hengja hvarvetna upp rauð-hvít-bláa þjóðfánann og taka þátt í samkomum í höfuðborginni Monrovíu og um allt landið.
.“Ég óska íbúum Líberíu,Ellen Johnson Sirleaf, forseta og ríkisstjórninni fyrir óbilandi staðfestu við að skjóta stoðum undir frið og efla þróun Líberíu,” sagði Karin Landgren, sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Líberíu í yfirlýsingu.
Tvær konur frá Líberíu; Sirleaf, forseti og Leymah Gbowee hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2011 ásamt Tawakel Karman, frá Jemen.
Friðarsamkomulagið fól meðal annars í sér myndun bráðabirgðastjórnar og afvopnun, upplausn vígasveita, endurhæfingu og aðlögun fyrrverandi vígamanna.
Um 150 þúsund manns, aðallega óbreyttir borgarr, voru drepnir í stríðinu og 750 þúsund ýmist lentu á vergangi innanlands eða flúðu til nágrannaríkja.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna stofnaði friðargæslusveitina UNMIL 2003 til að hrinda friðarsamkomulaginu í framkvæmd; endurreisa réttarríki og lýðræði auk þess að veita mannúðaraðstoð.
Frá því í október síðastliðnum hefur ríkisstjórnin tekið smátt og smátt við hlutverki UNMIL.
“Unga fólkið heldur nú á stílabókum og kúlupennum í stað skotvopna,” sagði Landgren í yfirlýsingu sinni þar sem hún taldi upp ýmsar framfarir undanfarinn áratug. “Flóttamenn hafa snúið heim með endurnýjaða tiltrú á framtíðinni og skólar starfa að nýju um allt landið og mennta nú nýjar kynslóðir leiðtoga.”
Á hinn bóginn benti hún á að næstu mánuði gæfist Líberíubúum tækifæri á að móta sína eigin framtíð þegar boðað verður til funda um endurskoðun stjórnarskrárinnar og lýðræðislegri og réttlátari pólitískra stofnana.

Mynd: Karin Landgren (standandi til vinstri) hneigir sig fyrir Ellen Johnson-Sirleaf , forseta (sitjandi til hægri) við athöfn til að fagna tíu ára afmæli friðarsamkomulagsins í Líberiú. Mynd: UNMIL/Staton Winter.