12 hlutir sem þú vissir (kannski) ekki um Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna – WFP

0
3
Eimy Dayana Achinchay Chulde (4), ung stúlka í Ekvador, borðar hádegisverð í Colombia skólanum í Montúfar, sem fær skólamáltíðir þökk sé WFP. Mynd: WFP/Carolina Moncayo
Eimy Dayana Achinchay Chulde (4), ung stúlka í Ekvador, borðar hádegisverð í Colombia skólanum í Montúfar, sem fær skólamáltíðir þökk sé WFP. Mynd: WFP/Carolina Moncayo

Hungur. Matvælaaðstoð. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er stærsta mannúðarstofnun heims, sem bjargar mannslífum með matvælaaðstoð.

Hér eru 12 staðreyndir um WFP:

1.

WFP starfar í rúmlega 120 ríkjum og svæðum. Árið 2023 veitti stofnunin 152 milljónum manna aðstoð, 53% voru konur og stúlkur.

Kona með kassa frá WFP með orkuríku kexi. Matvælum var komið til bágstaddra eftir flóði í Suður Kivu í Lýðveldinu Kongó. Mynd: WFP/FSC/Martin Lukongo
Kona með kassa frá WFP með orkuríku kexi. Matvælum var komið til bágstaddra eftir flóð í Suður Kivu í Lýðveldinu Kongó. Mynd: WFP/FSC/Martin Lukongo

2.

Á hverjum degi flytja 5000 vöruflutningabílar, 20 skip og 132 flugvélar á vegum WFP mat og annars konar hjálpargögn til ýmissa afskekktra og hættulegra staða í heiminum.

Flutningaskip í Djibouti  með matvæli ætluðum
Flutningaskip í Djibouti með matvæli ætluðum Eþíópíu. Mynd: WFP/Hugh Rutherford

3.

WFP er fremst í víglínu heimsatburða og tekst á við vanda sem skapast af völdum átaka, náttúruhamfara, farsótta og annars konar hamfara. Á síðasta ári kom WFP 47 sinnum il aðstoðar í neyðarástandi sem skapaðist í 32 ríkjum.

Nemendur í Jemen fá daglegan matarpakka frá WFP. Mynd: WFP/Hebatallah Munassar
Nemendur í Jemen fá daglegan matarpakka frá WFP. Mynd: WFP/Hebatallah Munassar

4.

WFP sér 21 milljón barna fyrir skólamáltíðum og tryggir þeim ekki aðeins næringarríkan mat heldur einnig aðgang að menntun, sem kann að breyta lífi þeirra.

Bíll frá WFP í Suður-Súdan. Þar glíma nærri átta milljónir (65% íbúanna) við fæðuóröggi sem rekja má til þrálátra átaka, hækkandi matarverðs á heimsmarkaði og flóða undanfarin fjögur ár.
Bíll frá WFP í Suður-Súdan. Þar glíma nærri átta milljónir (65% íbúanna) við fæðuóröggi sem rekja má til þrálátra átaka, hækkandi matarverðs á heimsmarkaði og flóða undanfarin fjögur ár. Mynd: WFP/Samantha Reinders

5.

WFP fékk 8.3 milljarða dala fjárveitingar árið 2023. Stofnunin hefði þurft 64% meira fé eða 22.8 milljarða til að koma öllum þeim til hjálpar sem hún sinnir. Þetta er mesta bil á milli þarfa og fjármögnunar sem um getur hjá WFP. Því miður hefur þurft að mæta með því að skera enn frekar niður matvælaastoð til bágstadds fólks.

Guatemala: tómatauppskera á búgarði sem rekinn er með stuðningi WFP í    Chiquimula héraði
Guatemala: tómatauppskera á búgarði sem rekinn er með stuðningi WFP í Chiquimula héraði. Mynd: WFP/Giulio d’Adamo

 6.

WFP keypti 90 þúsund tonn af mat af smábændum að andvirði 56 milljóna Bandaríkjadala í 24 ríkjum árið 2023.

Þessir indversku smábændur þurrka uppskeru þökk sé vistvænum sólar-þurrkurum.
Þessir indversku smábændur þurrka uppskeru þökk sé vistvænum sólar-þurrkurum. Mynd: WFP/Shyamalima Kalita 

7.

WFP studdi 9 milljónir manna við að búa til ræktarland eða skapa sér lífsviðurværi. 377 þúsund hektarar lands voru endurreistir og tré gróðursett á 4200 hekturum lands. Lagðir voru 7200 kílómetra langir vegir og slóðar .

Tadjikistan:  kona þvær ferska ávexti. Komið hefur verið upp áveitukerfi til að gera fólki kleift að skapa sér lífsviðurværi í fjalllendi. Mynd:  WFP/Giulio d'Adamo

Tadjikistan: kona þvær ferska ávexti. Komið hefur verið upp áveitukerfi til að gera fólki kleift að skapa sér lífsviðurværi í fjalllendi. Mynd: WFP/Giulio d’Adamo

8.

WFP hjálpaði nærri 101 milljón manna með 3.7 tonnum matvæla árið 2023. Það eru 2/3 þeirra sem WFP kom til hjálpar með einum eða öðrum hætti í 72 ríkjum það ár.

Gasa: Matarpakki sóttur í birgðageymslu í Khirbet Addas í Rafah. Mynd: WFP/Abood al Sayd
Gasa: Matarpakki sóttur í birgðageymslu í Khirbet Addas í Rafah. Mynd: WFP/Abood al Sayd

9.

WFP keypti 60 prósent matvæla sem notuð voru til neyðaraðstoðar á staðbundnum mörkuðum árið 2023 að andvirði 1.1 milljarðs Bandaríkjadala. Með þessu sparast fé og tími við flutninga og stutt er við bakið á hagkerfinu á staðnum.

Fé til matarkaupa afhent eftir flóð í  Chittagong í Bangladess.
Fé til matarkaupa afhent eftir flóð í Chittagong í Bangladess.Mynd: WFP/Dip Chakma

10.

WFP veitir fjárstyrki að andvirði 2.9 milljarða dala í reiðufé eða ávísunum og eykur þannig val neytenda og eflir staðbundna markaði. 51.6 milljón manna naut slíkrar aðstoðar á síðasta ár.

Sómalia: barn veður vatn upp að hnjám eftir flóð í Jowhar borg í Hirshabelle fylki.
Sómalia: barn veður vatn upp að hnjám eftir flóð í Jowhar borg í Hirshabelle fylki. Mynd: WFP/Arete/Abdirahman Yussuf Mohamud

11.

WFP aðstoðaði nærri 18 milljónir manna við að búa sig undir, bregðast við eða ná sér eftir loftslagshamfarir hvers konar árið 2023. Þar á meðal má nefna tryggingabætur að upphæð 17.8 milljóna dala til fólks sem orðið hefur fyrir búsifjum af völdum þurrka, flóða og hitabeltis-fellibylja.

Eþíópía: Lihan Ali Hassen eins árs gömul borðar svokallað “Plumpy'Sup” sérstaka næringarríka fæði í Amharahéraði. Mynd: WFP/Michael Tewelde
Eþíópía: Lihan Ali Hassen eins árs gömul borðar svokallað “Plumpy’Sup” sérstaka næringarríka fæði í Amharahéraði. Mynd: WFP/Michael Tewelde

12.

Árið 2023 aðstoðaði WFP  27 milljónir mæðra og barna til að koma í veg fyrir vannæringu eða bregðast við henni á fyrstu þúsund ævidögum barna.

r má styrkja WFP.