140 þúsund flýja átök í Írak

0
496

 Írak

25.janúar 2014 . Síðastliðna viku hafa 65 þúsund manns flúið átök í Írak.

Bardagar hafa geisað í borgunum Fallujah og Ramadi í Anbar-héraði í mið-Írak að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Er þá tala uppflosnaðra frá því átök hófust í lok 2013 komin yfir 140 þúsund. Þessar tölur eru þær hæstu frá því átök á milli kvísla innan Íslams blossuðu upp á árunum 2006-2006 en nú eigast við Íraksher og vígamenn tengdir Al-Quaeda.
Nú þegar er 1.13 milljónir manna á vergangi innan landamæra Íraks.
“Flestir þeirra sem flúið hafa að undanförnu eru skammt utan Fallujah borgar og dveljast ýmist hjá ættingum eða hafast við í skólum, moskum og sjújkrahúsum en birgðir eru af skornum skammti. Fjölskyldur eiga bágt með að halda þeim uppi sem þær hafa skotið skjólshúsi yfir, “ segir Adrian Edwards, talsmaður Flóttamannahjálparinnar í Genf.

Sjá baksvið UNRIC um Írak: http://unric.org/html/english/library/backgrounders/iraq_eng.pdf