Hungur: 165 miljónir barna ná ekki fullum þroska

0
519

 WFD baby

16.október 2013. Reynið að ímynda ykkur ef þið færuð að sofa á hverju kvöldi banhungruð. Þetta er raunveruleiki hundruð milljóna manna um allan heim.

870 milljónir manna í heiminum þjást af völdum varanlegs næringarskorts.
Mörg börn líða fyrir fátækt og hungur með þeim afleiðingum að líkamsþroski fjórða hvers barns er óeðlilegur. Þetta þýðir að 165 milljónir barna eru svo vannærð að þau munu aldrei ná fullum líkamlegum og andlegum þroska.

Þema Alþjóðlega matvæladagsins, 16.október, er að þessu sinni “Sjálfbær fæðukerfi í þágu fæðuöryggis og næringar.” FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á þrennt í þessu sambandi: 1. Góð næring er tryggð með heilbrigðu mataræði 2. Heilbrigt mataræði krefst heilbrigðra fæðukerfa. 3. Til að fæðukerfi uppfylli slík skilyrði, verður stefnumörkun að vera fullnægjandi.

FAO heldur Alþjóðlega matvæladaginn á hverju ári 16.október í því skyni að vekija athygli á matvælaframleiðslu landbúnaðar. FAO hvetur til samvinnu á milli þróunarríkja og þátttöku almennings í ákvarðanatöku sem snertir líf þess. Einnig vill stofnunin vekja athygli á hungry í heiminum, efla flutning á tækniþekkingu og samstöðu á milli þjóða.

 

Sjá myndband: http://www.youtube.com/watch?v=8cI6YwDZDGA&feature=player_embedded#t=17

Mynd: FAO/Eddie Gerald