17 Sjálfbær þróunarmarkmið

0
747
Sustainable Development Goals LOGO Icelandic 1

 

Sustainable Development Goals LOGO Icelandic 1

Janúar 2015. Opinn vinnuhópur þrjátíu ríkja skilaði á síðasta ári tillögu að sautján Sjálfbærum þróunarmarkmiðu sem gilda eiga til 2030.

Auk markmiðanna sautján eru 169 undirmarkmið. Óvíst er hvort listinn helst óbreyttur, því endanlegu markmiðin verða ákveðin í  samningaviðræðum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og fastákveðin á leiðtogafundi í september ár þessu ári. 

 1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar

2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði

3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri

4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla

5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna

6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu

7. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði

8. Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla

9. Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun

10. Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa

11. Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla

12. Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur

13. Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra

14. Vernda og nýta hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun

15. Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu landvistkerfa, sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva og snúa við jarðvegseyðingu og sporna við hnignun líffræðilegs fjölbreytileika

16. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla, tryggja jafnan aðgang að réttarkerfi og koma á fót skilvirkum og ábyrgum stofnunum fyrir alla á öllum stigum

17. Styrkja framkvæmd og blása lífi í hnattrænna samvinnu um sjálfbæra þróun.

(Þýðing: Þróunarsamvinnustofnun Íslands).