200 milljónir kvenna umskornar

0
479
Female Genital Mutilation Photo UN

Female Genital Mutilation Photo UN

4.febrúar 2016. Nýjar upplýsingar benda til að 200 milljónir núlifandi kvenna hafi sætt einhvers konar afskurði kynfæra. 

Þessi tala fer sífellt hækkandi af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að sífellt fleiri ríki gefa kynfæraskurði kvenna gaum og safna upplýsingum, sem er út af fyrir sig skref í rétta átt. Í öðru lagi vegna þess að árangur í baráttunni helst ekki í hendur við mannfjlgun, og það er vitaskuld neikvætt.

6.febrúar er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynfæraskurði kvenna og er markmiðið að vekja fólk til vitundar um slíkar limlestingar sem tíðkast á nær öllum meginlöndum.

Þær hafa borist til Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu með innflytjendum.

„Ef núverandi þróun heldur áfram munu fleiri stúlkur verða skornar á hverju ári frá 2030 en í dag vegna aukinnar viðkomu og hversu mikið af ungu fólki er í þéim samfélögum þar sem kynfæraskurður er algengastur,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdasjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Hann minnir á að auk alls annars, auki kynfæraskurður líkurnar á vandkvæðum við barnsburð.

Margar millíríkjastofnanir hvetja til algjörs banns við kynfæraskurði, þara á meðal Afríkusambandið, Evrópusambandið og Samtök íslamskra ríkja auk Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem tvívegis hefur ályktað um málið.

Til viðbótar má nefna í Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum (SDGs) sem samþykkt voru síðastliðið haust er stefnt að upprætingu kynfæraskurðar fyrir 2030; auk þess sem veita ber fórnarlömbum nærgætna hágæða umönnun.

„Það hefur aldrei verið mikilvægara til að binda enda á limlestingar á kynfærum kvenna og aðstæður til þess hafa heldur aldrei verið betri. Það verður að koma í veg fyrir hræðilegar mannlegar þjáningar og efla vald kvenna og stúlkna til að hafa jákvæð áhrif á heim okkar,“ segir Ban.

Formlega heitir baráttudagurinn 6.febrúar Alþjóðadagur algjörs umburðarleysis gegn kynfæra umskurði kvenna, en myllumerkið á samskiptamiðlum er #endFGM.

Sjá algengar spurningar og svör um kynfæraskurð:
http://www.unfpa.org/resources/female-genital-mutilation-fgm-frequently-asked-questions#consequences_childbirth