2014: Ár samstöðu með Palestínumönnum

0
420

GA

28.nóvember 2013. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að árið 2014 verði Alþjóðlegt ár samstöðu með palestínsku þjóðinni .110 greiddu atkvæði með tillögu þessa efni en 7 greiddu atkvæði á móti (Ástralía, Kanada,Míkrónesía, Marshall eyjar, Palau, Ísrael og Bandaríkin). 56 sátu hjá. Í ályktuninni er svokallaðri Palestínunefnd (the Committee on the Exercise of the Inalienable Rights of the Palestinian People) falið að skipuleggja atburði í tengslum við efnið og hafa samvinnu við ríkisstjórnir, Sameinuðu þjóða kerfið, milliríkjasamtök og borgaralegt samfélag.

Allsherjarþingið greiddi einnig atkvæði um nokkrar aðrar tillögur um þetta efni; þar á meðal að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu í Moksvu, og að lýsa allar lagalegar- og stjórnsýslulegar aðgerðir Ísraelsmanna um Austur-Jerúsalem ógildar. Þá voru Ísraelar hvattir til að draga her sinn heim frá Gólan-hæðum og aftur til landamæranna frá 1967.
Fulltrúi Írans sagði í umræðunum að Ísrael hefði framið viðurstyggilega glæpi gegn Palestínumönnum, þar á meðal ólöglegt landám og að reisa aðskilnaðarmúra, að ógleymdri herkví Gasasvæðisins. Ísraelska stjórnin væri uppspretta hryðjuverka og héldi áfram glæpastarfsemi refsilaust.

Fulltrúi Bandaríkjanna sagðist hafa þungar áhyggjur af endurteknum einhliða ályktunum Allsherjarþingsins þar sem Ísrael væri gagnrýnt. Benti hann á aðeins væru dæmi um fjórar aðrar ályktanir Allsherjarþingsins þar sem einstök aðildarríki væru gagnrýnd. Allir aðilar deilna bæru sína ábyrgð á að binda enda á þær. Bandaríkin væru vonsvikin yfir því að Allsherjarþingið héldi uppteknum hætti að taka Ísrael út úr.