2014: ár smárra þróunareyríkja

0
441

 

Maldives

11.janúar 2014. Smá þróunareyríki eru hópur ríkja sem eru talin sér á parti í þróunarmálum vegna óvenjulegrar stöðu þeirra og veikleika

, ekki síst vegna loftslagsbreytinga. Sagt hefur verið um þessi ríki að líkja megi þeim við kanarífugla í kolanámum nútímans. Hér er vitnað til þess að kolanámumenn létu kanarífugla í búri síga niður í námur til að kanna hvort óhætt væri . Ef kanarífuglarnir voru heilir heilsu, var óhætt að fara niður án þess að verða gasleka að bráð.
Því miður er ástand smárra þróunareyríkja ekki gott og er það til marks um hve mikil áhrif loftslagsbreytinga í heiminum eru orðin. Mörgum ríkjum stafar stöðug hætta af flóðum og margir íbúar þeirra, hafa flúið áhrif loftslagsbreytinga. Þriðja ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni þessar ríkja verður haldin á Samoa eyjum í september 2014. 

 

Myndin sýnir Maldiveeyjar úr lofti. SÞ-mynd: Evan Schneider