2014: Samstaða með Palestínu

0
437

 

Palestinian

12.janúar 2014. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sendi sterk skilaboð um stuðning við frið í Mið-Austurlöndum í lok síðasta árs.

Þá voru samþykktar sex ályktanir um málefni Palestínu og ástandið í Mið-Austurlöndum. Ein ályktananna laut að því að árið 2014 skyldi verða ár Samstöðu með palestínsku þjóðinni.  Palestínunefnd Sameinuðu þjóðanna (The UN Committee on the Exercise of the Inalienable Rights of the Palestinian People) var falið að skipuleggja atburði í samvinnu við ríkisstjórnir, SÞ kerfið, milliríkjasamtök og borgaralegt samfélag. EFriðarviðræður undir forystu John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna standa nú yfir og því eru nokkrar vonir um að nú sjáist í ljós í myrkrinu í þessari löngu og hörðu deilu. 

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur einnig lýst árið 2014, ár Fjölskyldulandbúnaðar, kristallafræði, og smárra þróunareyríkja auk samstöðu með palestínsku þjóðinni. 

Mynd: palestínskir fiskimenn á Gasa-ströndinni. SÞ-mynd/Shareef Sarhan