206 brotamöguleikar

0
481

 VAW

25.nóvember 2013. Þetta er fjöldi þeirra beina í líkama konunnar sem geta brotnað, brákast eða flísast úr.

Ofbeldi gegn konum er eitt banvænasta og algengasta mannréttindabrot í heiminum. Allt að sjö af hverjum tíu konum segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu- eða líkamlegu ofbeldi á æfinni. Hins vegar er ofbeldi gegn konum ekki einungis líkamlegt ofbeldi heldur einnig spurning um andlegan og efnahagslegan skaða sem helmingur jarðarbúa verður fyrir.

Í dag, 25.nóvember halda Sameinuðu þjóðirnar upp á Alþljóðlegan dag til upprætingar ofbeldi gegn konum. Í ríkjum um allan heim sæta konur og stúlkur ofbeldi af hálfu manna sinna, eru neyddar til kynlífs, umskornar eða líflátnar í nafni sæmdar. Í átökum eru konur beittar ofbeldi á ýmsan hátt . Konur eru neyddar til hermennsku, þeim nauðgað á kerfisbundinn hátt. Ofbeldi magnast einnig innan fjölskyldna þegar karlarnir snúa heim úr stríði. Vopnuð átök hafa skelfileg áhrif á líf kvenna og stúlkna,  til viðbótar því ofbeldi sem felst í stríði.

Og talandi um stríð: svo margar stúlkur eru fórnarlömb fóstureyðinga, barnadráps eða banvænnar vanrækslu að það er 60 til 107 milljón konum færra í heiminum en ella. Þetta eru jafnmargir einstaklingar og létust í öllum stríðum 20.aldarinnar samanlagt.

Gerum okkur í hugarlund að Boeing 747 farþegaþota full af ófrískum konum myndi steypast til jarðar á hverjum degi: Slíkur er fjöldi þeirra kvenna sem deyja af barnsförum daglega í heiminum. Ástæðan er oftast nær úrræðaleysi og skortur á sjúkrahúsum. Fjöldi fórnarlamba “kvennamorðanna” er mun hærri en heildarfjöldi þeirra sem létust í þjóðarmorðum 20.aldar.

Á þessum degi hvetja Sameinuðu þjóðirnar þjóðir, ríki, samtök og einstaklinga tiil þess að rísa upp til að hindra og uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Herferðin Sameinuð til að uppræta ofbeldi gegn konum á vegum Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hefur komið af stað og vakið athygli á aðgerðum ríkisstórna, einstaklinga og samstarfaðila í borgaralegu samfélagi. Aðgerðir hafa verið frá því að hvetja til lagasetningar til sjálfboðaliðastarfs við kvennaathvörf og skipulagningu vitundarvakningar til fjárframlaga í þágu verndar stúlkna og kvenna fyrir ofbeldi.

Dagurinn í dag er líka upphaf 16 daga átaks til að uppræta kynbundið ofbeldi og stendur það fram að mannréttindadeginum 10.desember.

“Ofbeldi gegn konum er ekki óumflýjanlegt. Hægt er að breyta viðhorfum,” segitr Ban Ki-moon í ávarpi í tilefni dagsins og hvetur alla til að taka afstöðu gegn ofbeldi.

Orðið “það er stelpa” er enn banvænasta orð í heimi.

 

 _____________________

UN Women – Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna berst af krafti til að uppræta ofbeldi gegn konum. Herferð UN Women um jafnrétti kynjanna hefur vakið mikla athygli og umræður á samfélagsmiðlum, td. Twitter sem sjá má hér : #WomenShould

 
 

Say NO-UNiTE campaign

Secretary-General’s message 2013

Violence Against Women Factsheet