2.2 milljónir barna lifa ekki fyrsta daginn

0
548

New Newborn UN Photo Albert González Farran

26.febrúar 2014. Ein milljón barna í heiminum deyja áður en sólarhringur er liðinn frá fæðingu. 1.2 milljónir fæðast andvana

. Talið er að minnsta kosti hálf milljón barna myndi lifa fyrsta daginn sinn, ef menntaður heilbrigðisstarfsmaður væri viðstaddur fæðingu.  Alls eru 2.9 milljónir barna sem fæðast látin innan mánaðar.  99%  barnanna eru frá suðurhveli jarðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu alþjóðasamtakanna Barnaheilla (Save the children) 

 Árið 2000 undirrituðu öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna Þúsaldaryfirlýsinguna þar sem því var heitið að minnka barnadauða verulega fyrir árið 2015.  Nú eru 700 dagar þangað til markmiðinu skal náð en á brattann er að sækja. 

Pakistan er efst á lista yfir fjölda nýburadauða en þar deyja 200 þúsund nýburar á ári hverju. Veigamikil ástæða fyrir þessum háu tölum er skortur á menntuðum heilbrigðisstarfsmönnum. 40 milljónir kvenna í heiminum fæða börn án aðstoðar menntaðra heilbrigðisstarfsmanna. Beint samhengi er á milli félagslegrar stöðu og aðgangs að heilbrigðiskerfinu. Því fátækari sem móðirin er því hættulegra er að fæða.

Norðurlönd eru á meðal þeirra landa þar sem öruggast er að fæða barn og er Noregur í fyrsta sæti